Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 334
326 PETER HALLBERG SKÍRNIR
Den politiske Laxness. Den estetiska och ideologiska bakgrunden till Salka
Valka och Fria man.l)
Bókartitill Aldo Keels talar þannig um „Innovation" og „Restauration",
lykilorð sem mætti kannski þýða lauslega með ’nýjung’ og ’endurreisn’.
Þessi hugtök benda á tvö aðalsjónarmið bókarhöfundar.
Keel reynir ekki hvað síst að lýsa því „e’g-formi“ skáldsögunnar sem Halldór
Laxness notar í fyrsta skipti í Atómstöðinni. Þar er ein sögupersóna, Ugla
Falsdóttir, látin segja söguna alla, alveg eins og til dæmis Álfgrímur í
Brekkukotsannál og Urnbi í Kristnihaldi undir Jökli. Það má einnig tala um
ýmis tilbrigði „dokumentarisma” i sumum þessara bóka frá seinni árum
— svo að gripið sé til fræðiorðs sem er orðið mjög algengt í bókmenntaum-
ræðum nú á dögum. Slíkar sögur geta þá stundum verið byggðar á svo að
segja upplognum „heimildum”, eins og „skýrsla” Umba í Kristnihaldi, en
oftast á heimildum sem eru að minnsta kosti að verulegu leyti raunveru-
legar og sögulegar, eins og í Paradisarheimt, Innansveitarkroniku og Guðs-
gjafaþulu. Þó er ástæða til að benda á að þessi „nýjung” er engan veginn
alls kostar ný hjá Halldóri í þessum bókum. Bæði Heimsljós og íslands-
klukkan eru hvor um sig nógu „dokumentarískar” sögur, þó að notkun
heimilda sé kannski ekki eins auðsæ í þeim og í sumum seinni bókum hans.
Með „Restauration” á Keel augsýnilega við aukna áherslu skáldsins á lið-
inn tíma, gamalt fólk, umburðarlyndi þess og þjóðlegar dyggðir yfirleitt.
Róttæk gagnrýni á íslenskt þjóðfélag samtimans, út frá pólitískum forsend-
um, eins og við þekkjum hana úr Sjálfstœðu fólki, Heimsljósi eða Atóm-
stöðinni, er horfin. Pólitísk kerfi og kennisetningar yfirleitt birtast nú sem
nokkurs konar mýraljós og fölsun mannlegs veruleika. Það er þetta viðhorf
sem Erik S0nderholm nefnir „Frigjorthed”.
Doktorsritgerðir eru sérstök tegund bókmennta. Kröfurnar til fyllsta sam-
ræmis og strangrar röksemdafærslu leiða stundum til þess að fræðikerfum og
fræðiorðum er beitt á óþarflega þunglamalegan og flókinn hátt. Keel er þvi
miður ekki laus við þess konar „vísindalegt” slettumál, sem getur virst
aðallega til þess ætlað að gera sjálfsagða hluti torráðnari og merkilegri
en þeir eru. í umræðunni um Uglu sem sögumann segir m.a.: „In Frage
steht die Bedeutung der Erzahlsituation vor dem vom erzahlenden Ich
reflektierten soziokulturellen Hintergrund. Der Ich-Erzahler zeichnet sich
dadurch aus, dass er (in erlebender Funktion) an der erzahlten Welt beteiligt
ist. Die Ich-Situation öffnet den Blick in die Psyche des Erzáhlers.” (33)
Mikið rétt: Ugla segir frá reynslu sinni af mönnum og atburðum kringum
hana, og þannig kynnumst við henni sjálfri líka. Það er hægt að orða þetta
á einfaldari hátt en Keel gerir, jafnvel á þýsku.
Þegar Ugla sér sjálfa sig sem „stóran digran kvenmann”. er merkingu þess
lýst þannig: „Die Erzahlerin deutet, die Perspektive der Ersten Person kurz
verlassend und das erlebende Ich blitzlichtartig von aussen beleuchtend
l Rit Áma kom út nú í ár, eftir að ritsmíð þessi var send Skírni.