Skírnir - 01.01.1984, Síða 336
328
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
eigi að þýða Laisser-Faire gagnvart þjóðfélaginu og jafnvel fela í sér til-
hneigingu til samvinnti við auðvaldið („mit dem Kapital kollaborierenden
Konsens-Begriff") (37).
Satt er það, organistinn er enginn stjórnmálamaður eða „pólitísk" per-
sóna eins og forsætisráðherrann og Búi Árland; hann talar ekki sama mál
og þeir og þeirra líkar. En afstaða hans lýsir síst af öllu algeru hlutleysi og
afskiptaleysi, heldur óbundinni hugsun og reyndar róttækri gagnrýni. Þeg-
ar til lengdar lætur er hún virkt súrdeig eða jafnvel sprengiefni í þjóð-
félaginu, enda hefur ekkert eins djúptæk áhrif á Uglu og hugsanir og fram-
koma organistans. Mér virðist Aldo Keel hér, eins og reyndar oftar, skilja
hugtakið þjóðfélag á alltof þröngan hátt, í einhliða ljósi pólitískrar hug-
myndafræði.
Svipað má að mínu áliti segja um skilning hans á séra Jóni í Kristnihaldi.
í sambandi við eitt lykilorð Jóns, „samkomulag“, segir að Jón Prímus sé
„eine machtstabilisierende Funktion", þar sem „Konsens-Ideologie" hans
vinni með hinum sterkara („kollaboriert mit dem Starkeren") (117). Slík
lýsing Á manninum finnst mér missa marks. Afstaða séra Jóns er varla
skiljanleg innan sjóndeildarhrings þess þjóðfélagslega og stjórnmálalega
h ugmyndakerfis sem Aldo Keel notar til að lýsa honum. Sálnahirðir þessi
hugsar á allt öðrum grundvelli, svo að segja á grasrótarplani, og er neikvæð-
ur gagnvart öllum kerfum og kreddum. Stundum segir hann berum orðum
frá afstöðu sinni.
Ég undrast það að Keel skyldi ekki hafa vitnað í orð séra Jóns um trú
manna og dýrkun á hinum ólíkustu fyrirbrigðum; en sú klausa endar þann-
ig: „og ekki er María mey úr málaðri spýtu slðri en sú klofstóra ekkjufru
Libídó ellegar hörundslaus tröllskessan Byltíng sem vill mannblót" (bls. 114).
Það er sem sagt gert lítið úr kenningum Freuds og Marx, tveim áhrifarík-
ustu hugmyndakerfum okkar tíma, sem fá hér háðuglega útreið. En alveg
eins og hjá organistanum er umburðarlyndi og „taóismi" séra Jóns langt
frá því að vera aðeins einangruð og neikvæð afstaða, til þess ætluð að trvgija
ráðandi þjóðfélagslegar aðstæður. Hún er sannarlega ekki „systemkonform"
(118). Biskupi landsins, fulltrúa hins opinbera „kerfis", er framkoma séra
Jóns þyrnir í auga. Og fáeinna daga samvera og samræður við þennan sér-
kennilega prest eru nóg til þess að umturna hugmyndaheimi Umba. Sagan
skilur þennan efnilega unga „umboðsmann" eftir „in Ratlosigkeit" (101) eins
og Keel orðar það.
Bókarhöfundur lýsir að mörgu leyti ágætlega þeirri augljósu breytingu sem
þjóðfélagsmyndin hefur tekið f seinni verkum Halldórs Laxness. Um persónu-
lega afstöðu skáldsins segir hann í lokaorðum sínum; „Laxness bricht vorerst
nicht mit seiner Vergangenheit. Er setzt im Lauf der Jahre und Jahrzehnte
neue Akzente. Daraus resultiert ein qualitativ verandertes Bewusstsein."
(148) Síðasta setningin, um eðlisbreytingu meðvitundar skáldsins, er vægast
sagt hæpin. Plvað getum við vitað um „meðvitund" Halldórs Laxness? Mér
er nær að halda að hann hafi í verkum sínum — að „meðvitund" sinni