Skírnir - 01.09.1991, Side 16
278
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
beita þeim til að finna þær setningar og klausur sem snertu á ein-
hvern hátt stjórnmálakenningar, átti ég á hættu að fara að lesa inn í
verkið einhverjar hugmyndir sem voru þar ekki til staðar, eða ekki
með þeim hætti sem ég hélt, og finna í þessu norska riti umræður
eða deilur sem voru ekki á dagskrá í Noregi á þessum tíma. Þótt
ekki væri annað, var stöðug hætta á því að með þessari aðferð færi
maður að leggja merkingu einhverra erlendra stjórnmálahugtaka í
norsk orð, sem höfðu kannske allt önnur blæbrigði eða merkingu,
og gat það leitt inn á hæpnar brautir.
En hitt var svo jafnvel ennþá verra, að ætla að styðjast við þessar
kenningar til að skilgreina „efnisatriði“ og flokka þau niður, og
hella síðan setningum og klausum úr Konungsskuggsjá niður í slíkt
mót. Þá var ég nefnilega kominn með kerfi sem ekkert benti til
þess að ætti nokkuð skylt við norska ritið og var því líklegast ger-
samlega framandi, og á þennan hátt var ég farinn að nota Konungs-
skuggsjá sem efnivið til að búa til eitthvað allt annað.
Sjálfsagt mætti nefna mörg dæmi um meinlegar villur og mis-
túlkanir sem leiða af slíkum aðferðum. En ef þeim er fylgt út í ystu
æsar, verður niðurstaðan sú að Konungsskuggsjá er bútuð niður,
bútarnir valdir og túlkaðir á hæpnum forsendum sem verkinu
sjálfu eru óviðkomandi og þeir loks teygðir og togaðir eða sneydd-
ir niður á einhverjum fræðilegum prókrústesar-beði. Þótt einstök
atriði í slíkum rannsóknum kunni að vera rétt, eru aðferðirnar
villustígur, og verður að fara aðrar leiðir. I stað þess að vera með
eitthvert framandi kerfi verður fyrst og fremst að túlka Konungs-
skuggsjá út frá hennar eigin forsendum.
Þessi regla er að sjálfsögðu harla almenn og því hægt að byggja á
henni margvíslegar rannsóknaraðferðir. Mér leist svo á, að tvær
leiðir væru færar og yrði að þræða þær báðar og nálgast viðfangs-
efnið þannig úr tveimur áttum. Onnur leiðin var sú að reyna að
finna hvaða bókmenntagrein Konungsskuggsjá tilheyrði, skilgreina
reglur þeirrar greinar og viðfangsefni og staðsetja svo norska
ritið innan hennar. Hef ég sagt ýmislegt frá fyrstu skrefum rann-
sókna minna á þessu sviði annars staðar og ætla ekki að endurtaka
það hér.1 Hin leiðin var fólgin í því að reyna að rekja það sem ég
nefndi hugsanaþráð Konungsskuggsjár, athuga hvernig hin ýmsu
1 Sjá Griplu VII, Reykjavík 1990, bls. 323-354.