Skírnir - 01.09.1991, Page 20
282
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
eigin forsendum, varð lausnin sú að ég reyndi að beita á sviði bók-
menntanna sams konar aðferðum og notaðar voru til að sundur-
greina tónsmíðar.
En það voru ekki einungis fræðilegar bollaleggingar um
vandamál aðferðanna sem ollu því að ég fór inn á þessa braut.
Þegar ég var á þessum árum að reyna að lesa Konungsskuggsjá
sem vendilegast og lét um stundarsakir allan „atómisma" lönd og
leið til að finna heildaráhrifin, vildi svo sérkennilega til að ég
skynjaði þetta verk nánast því eins og tónsmíð með mjög skörpum
skilum milli kafla, endurtekningum sem mig grunaði sterklega að
væru kerfisbundnar, og alls kyns samfléttun stefja sem minnti mig
á pólýfóníska tækni. Sú hugmynd að skilgreina uppbyggingu
Konungsskuggsjár á sama hátt og tónverk skaut þannig upp koll-
inum áður en ég fór fyrir nokkra alvöru að hugleiða aðferðafræði.
En ég sá fljótt að slíkum aðferðum fylgdi sá ávinningur, að ég gat
rannsakað verkið án nokkurra fyrirframgerðra hugmynda eða
kenninga um innihald þess og uppbyggingu og gert skýran grein-
armun á hinum ýmsu stefjum eða þráðum í verkinu og samfléttun
þeirra og svo þeim reglum - nánast „tónfræði“ - sem kunnu að
vera þarna að baki. Aðferðinni fylgdi einnig annað viðhorf til
orðsins lista sem ég vonaði að gæti a.m.k. sýnt verkið í nýju ljósi. 5
III
Eg ætla nú að rekja ýmsar niðurstöður þessarar rannsóknar og
benda á hvert þær kunni að leiða. En þar sem viðfangsefnið er
mjög yfirgripsmikið og því fylgja margvísleg vandamál, ætla ég að
takmarka það nokkuð. Eins og mörgum er vafalaust kunnugt er
Konungsskuggsjá, sem er norskt rit og talin vera samin í lok
stjórnartíðar Hákonar gamla, gerð í formi samtals milli tveggja
persóna sem nefndar eru „faðir“ og „sonur“, og skiptist hún eftir
efninu í þrjá bálka, um kaupmenn, konungsmenn og loks konung-
inn sjálfan. En verkið skiptist einnig í tvö samtöl. Byrjar hið fyrra á
kveðjuorðum „sonar“: „góðan dag, herra minn“, og það nær yfir
5 Þessari aðferð má ekki rugla saman við bollaleggingar Lévi-Strauss um tónlist (í
riti hans Le cru et le cuit, 1964), sem mér hafa aldrei þótt sannfærandi.