Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUNGSSKUGGSJÁR
283
allan kaupmannabálkinn, uns því líkur á orðum „föður“: „nú er
ráð að festa alla hluti vel í hug þér fyrst er nú hefur þú heyrða en
síðan er kostur að spyrja fleira ef sýnist" (bls. 37). Síðara samtalið
byrjar aftur á orðum „sonar“: „á hinum næsta fundi er ég var á tali
við yður, herra, þá heyrða ég af yðrum munni spaklega ræðu og
nytsamlega" (bls. 38), og síðan nær það yfir konungsmannabálk og
konungsbálk, en niðurlagsorðin eru hins vegar ekki eins skýr.
„Faðir“ segir að vísu: „en þó munum vér nú þá hluti gjör fyrir þér
skýra síðar meir ef sýnist" (bls. 126), en í þessari síðustu setningu
verksins er það eitt ljóst að boðað er framhald sem ekki er til
staðar, eins og reyndar er gert víðar í þessu samtali, og kemur ekki
greinilega fram hvort samtalinu er fyllilega lokið. Hafa skrifarar
eða jafnvel lesendur fundið til þessarar vöntunar og prjónað
ótvíræð lokaorð aftan við í handritum, t.d. „því að vér verðum að
taka hvíld eftir langa mæðu“.6 Ymsum hefur þótt þessi snubbótti
endi verksins benda til þess að það sé ófullgert, og má tína til ýmis
fleiri rök fyrir því að síðara samtalið hafi átt að vera lengra eða
eitthvert framhald að koma á eftir því. Þessu fylgja ýmis sérstök
vandamál, sem of langt væri að fjalla um hér, og því ætla ég að
þessu sinni að takmarka mig við fyrra samtalið, sem nær yfir einn
bálk og myndar skýra og afmarkaða heild, og er auk þess af hæfi-
legri lengd til að hægt sé að fá yfir það skýra yfirsýn.
En áður en lengra er haldið, er rétt að líta nánar á þá spurningu,
hvers vegna efnisskipan Konungsskuggsjár virkar þannig á marga
lesendur að hún sé „ákaflega losaraleg“. Til þess er gagnlegt að
bera saman norska ritið og guðfræðiritið Elucidarius eftir Hon-
orius Augustodunensis, sem samið var um 1100 og síðan þýtt á
norræna tungu á dögum Sverris konungs.7 Hafa verið leidd rök að
því að höfundur Konungsskuggsjár styðjist á einstaka stað við
Elucidarius, en slíkt rit var eðlilegur hluti af hans lærdómi og þurfti
hann vitanlega ekki neina þýðingu til að þekkja það.
Þessi rit eiga það sameiginlegt, að þau eru bæði samtalsbækur,
en að öðru leyti eru þau gerólík. Elucidarius, sem er samtal „læri-
sveins“ og „meistara“, er nefnilega það sem Konungsskuggsjá
6 Sbr. útgáfu Ludvig Holm-Olsens, bls. 153.
7 Eluádarius in Old Norse Translation, útg. Evelyn Scherabon Firchow og Kaaren
Grimstad, Reykjavík 1989.