Skírnir - 01.09.1991, Page 23
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUNGSSKUGGSJÁR
285
fyrir að „sonur“ grípi fram í fyrir „föður“ og spyrji um eitthvert
atriði sem hann er þá að nefna.
Það kemur reyndar fyrir að „sonur“ spyrji ákveðinna spurninga
líkt og „lærisveinninn“ í Elucidario og sýni einhverja framtakssemi,
en dæmin um þetta virðast vera bundin við takmarkaða hluta
verksins og viss efnisatriði. A einum stað vill „sonur“ hvíla sig á
flóknum útskýringum með því að taka upp „gamansamlegar ræð-
ur“, eins og hann orðar það, og spyr síðan um undur á norður-
slóðum. Dæmin um ákveðnar spurningar er svo einkum að finna í
þessum svokölluðu landafræðiköflum og svo síðar í verkinu, þegar
samtalið snýst um biblíusögur.
I samtalinu leggur „sonur“ mikla áherslu á það sjálfur að hann
sé fáfróður. Hann kallar sig t.d. einu sinni „ófróðan æskumann“
(bls. 86), og slær ýmsa varnagla, - t. d. segir hann: „þó að eigi sé
svo fróðlega spurt sem þurfti“ (bls. 45). Á sama hátt segir „faðir"
líka á einum stað: „þessa þykir mér eigi fróðlegast spurt vera af
þinni hendi“ (bls. 42), og hann bendir á að „sonur“ eigi erfitt með
að halda sig við efnið. En á hinn bóginn er „sonur" námfús mjög,
hann endursegir gjarnan í stuttu máli svör „föður“, dregur kannske
einhvern lærdóm af þeim og lýsir skoðun sinni. Einnig hefur hann
gott minni og jafnframt áttar hann sig vel á því ef einhverri
spurningu er ekki fullsvarað; er þá eins og hann reyni að gæta þess
að ekki séu of margir lausir endar í samtalinu. Einu sinni ber það
við, að samtalið snýst við í sókratískum stíl og „faðir“ spyr „son“,
en það er til að ganga úr skugga um að hann hafi skilið rétt.
Þegar spyrillinn leikur hlutverk sitt með þessum hætti, er ekki
nema von þótt samtalið kunni að vera nokkuð lausbeislað og
þráðurinn sé slitróttur og hlykkjóttur með ýmsum stefnubreyt-
ingum, afturhvörfum og útúrdúrum. Verður nú litið nánar á það,
hvaða áhrif þetta hefur á efnisskipan í fyrra samtalinu. Til að hafa
einhverja viðmiðun ætla ég að kalla hverja spurningu „sonar“ og
það svar sem henni fylgir einn „kafla“ og númera þá, þótt þessir
kaflar séu ákaflega mislangir - stundum er samtalið mjög hratt, en
svo geta svör „föður“ líka orðið að heilum ræðum - og þótt kafla-
skiptingin fari í rauninni ekki alltaf saman við uppbyggingu verks-
ins. Fyrra samtalið hefst á því að „sonur“ gengur á fund „föður“,
kveður hann og biður leyfis til að spyrja. Lít ég svo á að þessi