Skírnir - 01.09.1991, Side 27
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUNGSSKUGGSJÁR
289
„Sonur“ virðist telja þetta nægilegt svar við spurningunni um
hræring hafsins, en öðrum spurningum er enn ósvarað og endur-
tekur hann þær nú í dálítið breyttri mynd. Vill hann fá að heyra
eitthvað um „vöxt sólar eða tungls eða strauma sjóar eða flæðar,
hversu skjótt eða stórum þessir hlutir vaxa eða þverra“ (bls. 9). I
þetta skipti fær „sonur“ ákaflega skýr og greinargóð svör sem ná
yfir áttunda kafla verksins. Stíllinn er enn gerbreyttur, og kemur
„faðir“ nú fram í nýju gervi, sem nokkuð þurr og nákvæmur
vísindamaður. Hann svarar spurningum sonar í öfugri röð og lýsir
jafnframt fyrirbærunum eftir aukinni tímalengd: fjallar hann fyrst
um sjávarföll á einni viku, síðan á tuttugu og átta dögum, og eftir
stutt innskot sem er skilgreining á því hvað klukkustundir séu
fjallar hann næst um göngu tunglsins á einum mánuði og tengsl
hennar við sjávarföll og loks um rás sólarinnar á einu ári. I sam-
bandi við þetta síðasta atriði útskýrir hann lengd venjulegs árs og
hlaupárs og gefur tölur um hvað sólin hækki mikið í lofti á vorin á
þeirri norðlægu breiddargráðu sem þeir séu staddir á.9
„Sonur“ virðist nú hafa fengið svör við öllum sínum spurn-
ingum, en hann heggur eftir þessu síðasta atriði. Þykir honum
undarlegt að „vöxtur" sólarinnar og „megin“ fari ekki saman: sólin
hækki hraðar í köldum löndum þar sem bæði liggur snjór og jökull
á öllum sumrum eins og Islandi og Grænlandi, en hægar í heitum
löndum eins og Púl (Apúlíu) og Jórsalalandi, þar sem sumarið er
„til jafnmikillar ánauðar fyrir hita sakir sem oss er veturinn fyrir
kulda sakir“ (bls. 11).
Ef umræðuefni þessa síðari hluta kaupmannabálksins er ein-
ungis sú siglingafræði sem „faðir“ virtist hafa í huga þegar hann gaf
fyrst kaupmönnum það ráð að nema birtingu lofts, himintungla-
gang og slíkt, lítur út fyrir að „sonur“ sé nú farinn að fjarlægjast
það nokkuð. En hann fær eigi að síður ítarlegt svar, í þetta skipti
með vísindalegum útskýringum, ef svo má segja. Svarið, sem nær
yfir 9. kafla, skiptist í þrennt. Fyrst lýsir „faðir“ tilraun sem hægt
er að gera með kerti og epli og sýnir að skuggi getur verið í öfugu
9 Þessar upplýsingar eru nægilega nákvæmar til að stjörnufræðingar geti reiknað
út hvar athuganirnar hafi verið gerðar, og hefur Hans Geelmuyden kannað þetta
rækilega í greininni „Om stedet for Kongespeilets forfattelse", Studier over
Konungs Skuggsiá , ritstj. Mattias Tveitane, Osló 1971, bls. 119.