Skírnir - 01.09.1991, Page 28
290
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
hlutfalli við fjarlægð ljósgjafans. Síðan segir hann að „böllóttur [sé]
jarðar hringur og [beri] eigi öllum stöðum jafnnær sólu“ (bls. 11)
og útskýrir muninn á hita með því að sum lönd liggi af þessum
sökum nær „veg sólarinnar" en önnur, og í hinum síðarnefndu
komi sólin að „með hölluðu skini“. Loks gerir hann nokkuð
ítarlegan samanburð á rás sólarinnar í Púl og Jórsalalandi annars
vegar og í Hálogalandi hins vegar, og eru lýsingarnar á síðarnefnda
staðnum mjög nákvæmar og lifandi, eins og þær séu byggðar á
persónulegri reynslu.
V
„Sonur“ er hæstánægður með þessi svör, en þegar hér er komið
sögu er hann orðinn þreyttur á þessum vísindalegu útskýringum
sem hafa teygt sig yfir tvo kafla (þann 8. og 9.), og vill hann því
taka upp léttara hjal: „með því að vér mæðumst í athugasamlegum
ræðum, þá viljum vér taka oss hvíld í vorri ræðu með gaman-
samlegum spurningum nokkra stund“ (bls. 12). Með þessari frómu
ósk „sonar“, sem er mjög skýrt rof á þræði samtalsins sem fylgt
hefur verið nokkuð snurðulaust að því er virðist til þessa, hefjast
hinir svokölluðu „landafræðikaflar“ og ná þeir frá 10. kaflanum
allar götur aftur til 23. kafla. Öll þessi umræða, sem er að magni til
meira en helmingur kaupmannabálksins og virðist vera mjög skýrt
og afmarkað innskot, er einn vinsælasti hluti alls verksins og hefur
verið mikið um hana skrifað og þau sérstöku vandamál sem henni
fylgja.10 Er því hægt að stikla á stóru að þessu sinni og ætla ég að
láta nægja að draga fram nokkur stef sem koma þarna fyrir og
skipta miklu máli fyrir uppbyggingu kaupmannabálksins.
Landafræðikaflarnir hefjast á nokkuð athyglisverðum inngangi.
Þegar „sonur" stingur upp á því (í kafla 11), að gert verði hlé á
„athugasamlegum ræðum“ með því að tala um Irland, Island og
Grænland og „undur þau er þar eru, annað hvort um undarlega
10 Sbr. t.d. greinarnar um undur írlands sem eru endurprentaðar í greinasafninu
Studier over Konungs skuggsiá, ritstj. Mattias Tveitane, eða O. Nordgird:
„Forklaringer til de viktigste av Kongespeilets dyrenavne“ í Konungs skuggsjá,
útg. Finnur Jónsson, 1920.