Skírnir - 01.09.1991, Síða 29
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUNGSSKUGGSJÁR
291
elda eður fáheyrð vötn eður um kyn fiska og skrímsl þau er þar
vafra í höfum umhverfis“ og svo framvegis (bls. 13), veigrar „faðir“
sér við því. Hann er hræddur um að verða fyrir tortryggni og háði
annarra, ef hann talar um undur á norðurslóðum, og er greinilega
talsvert þungt í honum: „því það er siður sumra manna margra, ef
þeir hafa eigi augum séð, að tortryggja og kalla flest allt logið, og
þykir mér það illt í ræðu að færa, ef ég skal síðan vera kallaður
lygimaður, þótt ég viti til sanns að satt sé“ (bls. 13). Sem dæmi
tekur hann viðbrögð manna við „einni lítilli bók er komið hefur
hingað til vors lands“ og segir frá undrum og stórmerkjum
Indíalanda: „er það orð flestra manna er heyra bókina að [...] það
sé ekki nema lygi er þar segir í þeirri litlu bók“ (bls. 13). „Sonur“
er reyndar sammála efasemdamönnum um að sitthvað sé ótrúlegt í
þessu riti, t.d. það að menn geti tamið flugdrekana sem eru uppi í
fjöllum Indíalanda og riðið þeim eins og hestum, jafn grimmt og
eitursfullt sem það kvikindi nú sé (bls 14). En „faðir“ svarar öllum
mótbárum með því að benda á að á norðurslóðum séu margvísleg
fyrirbæri sem þættu ekki síður undarleg á Indlandi. Eða hvað
myndu Indverjar segja, ef þeim bærust til eyrna frásagnir af því
hvernig Norðmenn „temja tré“, eins og „faðir" segir, og þjösnast á
skíðum yfir fjöll og firnindi: myndu þeir ekki taka þessu með
jafnmikilli tortryggni og Norðmenn taka lýsingunum á flugdreka-
reið Indverja? A þennan hátt notar „faðir“ fyrirbæri sem menn
þekkja af eigin raun til að færa rök að sannleiksgildi frásagna af
fyrirbærum sem menn geta ekki gengið úr skugga um sjálfir, af
því að þau eru of fjarlæg. En þess ber að gæta, að hugmyndin um
mismun á ýmsum fyrirbærum eftir löndum var þegar komin fram í
sambandi við sólarganginn í kafla 9 og sýnir „faðir“ samhengið
með því að endurtaka á eftir orðunum um skíðahlaup Norðmanna
dæmi sem þar var áður komið: miðnætursólin á Hálogalandi er
einnig „í gegn allri náttúru er flest öll lönd önnur hafa um dægra-
skipti“ (bls. 14).
Á eftir þessum inngangi kom síðan upphaflega frásögn af
undrum írlands og náði yfir kafla 13 og 14, þótt þeir hafi færst
til í sumum handritum. Er þar einkum fjallað um mirabilia ýmis
konar, sem sé yfirnáttúruleg fyrirbæri sem hafa gerst einu sinni
eða gerast á einum stað eingöngu.