Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 30
292
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Þessir írlandskaflar eru nokkuð sér á parti, en á eftir þeim koma
síðan langar frásagnir af Islandi og Grænlandi, og eru þær greini-
lega byggðar upp sem hliðstæður. Kemur það m.a. fram í því að
lýsingarnar á hvoru þessara landa hefjast á alllöngum kafla um
hafið í kring. Reyndar má segja að þetta sé að verulegu leyti sami
sjórinn, en „faðir“ forðast endurtekningar með því að segja frá
hvalategundum í sambandi við íslandshaf (í kafla 15) og nota svo
Grænlandshaf sem átyllu til að segja frá sjóskrímslum, hafgerð-
ingum, hafísum og loks selum (í kafla 19).
Hliðstæðurnar milli þessara tveggja landalýsinga koma einnig
fram í því, a.m.k. frá sjónarmiði nútímamanna, að í þeim er ekki
lengur lögð áhersla á mirabilia, sem sé staðbundnar eða tíma-
bundnar undantekningar frá gangi náttúrunnar, heldur er nú fjallað
um talsvert almennari náttúrufræði og landafræði. Þessi skilgrein-
ing kann að líta út eins og tímaskekkja, en í sjálfri efnismeðferðinni
kemur þessi munur skýrt fram í því að bæði í íslandsköflunum og
Grænlandsköflunum er leitast við að gera það sem undur írlands
gáfu lítið tilefni til: að setja fram skýringar á ýmsum fyrirbærum.
Þessi vinnubrögð eru athyglisverð, og það er ekki síður mikilvægt
að við þetta myndast ýmis stefræn tengsl við kafla sem á undan
voru komnir: ýmsir fyrri þræðir eru sem sé teknir upp á nokkuð
fínlegan hátt og raktir áfram. Er rétt að athuga það nánar.
íslandslýsingin snýst að langmestu leyti um það sem túrhestar
nútímans sýna ennþá mestan áhuga: ís og eld og þau fyrirbæri sem
þessu tengjast. í þetta skipti veit „sonur“ mjög vel hvað hann vill
fræðast um, og er það hann sem ákveður umræðuefnin í þessum
íslandsköflum: „hvað ætlið þér um þann mikla eldsgang er þar er
ofur mikill á því landi, hvort hann mun vera af nokkurri landsins
náttúru eður kann það að vera að hann sé af andlegum hlutum,
eður þá hina ógurlegu landskjálfta er þar kunnu að verða eður þau
hin undarlegu vötn eður ísa er þar þekja öll lönd hið efra?“ (bls. 17).
„Faðir“ svarar þessari spurningu lið fyrir lið (í kafla 16), en ver
misjafnlega miklu máli í skýringarnar. Jöklana afgreiðir hann í
tveimur málsgreinum og segir einungis, að Island gjaldi að þessu
leyti návistar sinnar við Grænland. Er þarna í rauninni verið að
vísa óbeint til Grænlandslýsingarinnar sem á eftir fer en hefur
þegar verið boðuð, enda er umræðuefnið tekið þar aftur til athug-