Skírnir - 01.09.1991, Side 31
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUN GSSKU GGSJÁR
293
unar. Um eldvirkni á Islandi fjölyrðir „faðir“ síðan talsvert meira
og kemur ekki með eina skýringu á því fyrirbæri heldur tvær (enda
hafði „sonur“ nefnt tvo kosti í spurningu sinni). Notar hann þær
til að tengja önnur fyrirbæri, hveri og jarðskjálfta, við eldfjöll, en
hugsunin er flókin og ekki laus við mótsagnir. „Faðir“ útskýrir
fyrst að miklar líkur séu á því að eldurinn á íslandi sé í tengslum
við píslarstaði. Hefur hann þau rök á takteinum, að þessi eldur sé
að því leyti ólíkur öðrum eldi að hann brenni ekki tré og lifandi
hluti, heldur bræði hann steina sem vax og „brenni síðan sem feitt
óleum“: „nú með því að þessi eldur vill ekki við annað fæðast en
við dauða skepnu, en hann hafnar allri skepnu er annar eldur fæðist
við, þá má það víst kalla að sá eldur er dauður, og er hann til þess
líkastur að hann sé helvítis eldur, því að þar eru allir hlutir dauðir“
(bls. 18). Um hveri gegnir svipuðu máli, segir „faðir“ einnig: hvera-
vatn breytir tré og klæði í stein. En að svo mæltu snýr hann við
blaðinu og setur fram aðra skýringu á eldvirkni á íslandi, eða
annan valkost, og er hún vísindalegs eðlis, ef svo má segja, og kom-
m úr ritum klassískra höfunda. Samkvæmt henni er grundvöllur
Islands „vaxinn með mörgum æðum og tómum smugum eður
stórum holum“ (bls. 18), þar blási stríðir vindar og komi bæði jarð-
skjálftar og eldgos af árekstrum og umbrotum þeirra. Þetta út-
skýrir „faðir“ með nokkrum orðum, en hann hallar sér þó aftur að
fyrri skýringunni og tengir þá að lokum jarðskjálftana við þann eld
sem brýst um í grundvöllum landsins.
Með þessu hefur „faðir“ svarað spurningunni í einu og öllu.
»Sonur“ er þó ekki fyllilega ánægður og spyr aftur hvers vegna
þessi eldur, sem nærist á steini, brenni þá ekki upp „alla grundvöllu
landsins undan landinu og svo öll bergin“ (bls. 19).
„Faðir“ breytir nú skyndilega um tón (í kafla 17), og notar
tækifærið til að ráðast á þá fáfróðu menn sem efast um tilveru hel-
vítis. En rökin eru nú önnur: það er ekki einungis eldvirkni á
Islandi sem er í tengslum við vítiselda, heldur ber öll náttúra lands-
ins, eldfjöll, jöklar, hverir og jökulsár, vitni um píslarstaði. Þetta er
reyndar tvíþætt. Annars vegar heldur „faðir“ því fram að slíkar
vistarverur séu í öllum þessum fyrirbærum Islands, en hins vegar
eru þau einnig sýnileg sönnun fyrir því að „miklu munu þeir hlutir
stærri er ósýnilegir eru og [manni] eru eigi lofaðir að sjá. En þessir