Skírnir - 01.09.1991, Page 32
294
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
hlutir eru til vitnisburðar að það er eigi logið sem oss er sagt, að þeir
menn eigu kvala vonir er fram fara af þessum heimi og hér vilja eigi
við sjá meðan þeir lifa sakir illra verka og ranglætis" (bls. 19-20).
Ljóst er að þessir tveir kaflar um eldvirkni á Islandi eru beint
framhald af árásinni í 11. og 12. kafla gegn efasemdamönnunum
sem tortryggja frásagnir af fjarlægum löndum. A báðum þessum
stöðum notar „faðir“ sýnileg fyrirbæri, sem menn geta gengið úr
skugga um, til að hrekja efasemdir um önnur fyrirbæri sem eru
ekki í sjónmáli og því erfiðara að sannprófa, og á báðum stöðunum
er hann fullur af siðferðilegri vandlætingu sem annars ber ekkert á í
kaupmannabálkinum. Kjarni röksemdafærslunnar birtist berum
orðum í þessari setningu um tilvist helvítis: „en nú má engi dyljast
við sá er sjá má fyrir augum sér, fyrir því að slíkir hlutir eru oss
sagðir frá píslum helvítis sem nú má sjá í þeirri ey er ísland heitir“
(bls. 20). Samhengið í allri þessari prédikun gegn efasemdum
kemur fram í því, að þeim tvenns konar ólíku tengslum milli
fyrirbæra, sem komu við sögu í fyrri útskýringum, er báðum beitt í
þessari sönnun fyrir tilvist helvítis og þau látin stefna í sömu átt.
Annars vegar er almenn hliðstæða: ógnir Islands eru hliðstæðar
ógnum helvítis líkt og skíðahlaup Norðmanna voru talin hliðstæð
gandreið Indverja á flugdrekum. Hins vegar eru bein tengsl, sem
hægt er að skýra með „vísindalegum“ rökum: eldvirknin á Islandi
er beinn angi af eldum vítis á svipaðan hátt og sólargangur á
Hálogalandi er tengdur sólargangi í Apúlíu og hluti af sama kerfi,
sem var þó ekki lýst þegar það atriði var til umræðu. I þessari
prédikun færir „faðir“ sig smám saman upp á skaftið með því að
bera fyrst saman Norður-Noreg og Indland og því næst ísland og
helvíti, en sú stigmögnun leit vafalaust nokkuð öðru vísi út í augum
samtímamanna hans en nú: hafa Norðmenn þessa tíma sennilega
talið öllu meiri horfur á að þeir ættu eftir að kynnast eldum helvítis
af eigin raun heldur en að þeim gæfist nokkurn tíma kostur á að
ríða flugdrekum á Indlandi. Mótbáru „sonar“ svarar „faðir“ loks
með því að eldurinn muni ekki brenna upp grundvöll Islands fyrr
en guð hafi ákveðið. Hafði svipuð hugmynd komið fram áður í
sambandi við lýsinguna á „smíðvélum“ náttúrunnar (í 7. kafla).
Þegar þetta efni er útrætt er einum stuttum kafla varið í að ræða
um minni háttar undur á Islandi, mýrarauða og ölkeldur, en síðan