Skírnir - 01.09.1991, Page 33
SKÍRNIR
EFNISSKIPAN KONUN GSSKU GGSJÁR
295
tekur við Grænlandslýsingin. Hún er miklu almennari og „breið-
ari“ en nokkur sú lýsing sem á undan var komin og teygir sig yfir
nokkra kafla, og enn á ný er það „sonur" sem veit hvað hann vill
heyra og ræður því ferðinni. Eftir innganginn um Grænlandshaf (í
kafla 19) byrjar lýsingin á tveimur köflum með nokkuð almennri
landafræði (20 og 21), og er rauði þráðurinn í henni hvaða gagn
megi hafa af Grænlandi. Utskýrir „faðir" m.a. hvers vegna menn
leggi á sig þá hættu að sigla til Grænlands, hvað þar sé að finna,
hvort landið sé eyja eða meginland og á hverju íbúar þess lifi.
Eftir þetta breytir „sonur“ eilítið um umræðuefni og spyr í einu
um þrjú önnur atriði varðandi Grænland. Fyrst tekur hann upp
gamlan þráð úr Islandslýsingunni og spyr um jökla og veðráttu á
Grænlandi, síðan biður hann um skýringu á því undarlega
fyrirbæri sem Grænlendingar kalla norðurljós, og loks vill hann
fræðast um það hvar landið sé staðsett.
VI
I svari „föður", sem er langt og ítarlegt, kemur í ljós að þessi atriði
eru á vissan hátt tengd. En „faðir“ byrjar á því, í fyrri hluta 22.
kafla, að breikka sjónarhornið mjög mikið með því að lýsa fimm
loftslagsbeltum jarðar, hitabeltinu, tempruðu beltunum tveimur og
kuldabeltunum tveimur. Þessi lýsing er sérlega mikilvæg í
uppbyggingu þessa hluta Konungsskuggsjár. I samtalinu er hún
greinilega smá útúrdúr úr Grænlandslýsingunni en þó tengd henni,
því svo heldur „faðir“ beint áfram og staðsetur Grænland og lýsir
veðurfari þar og sólargangi með hliðsjón af þessari skilgreiningu á
loftslagsbeltunum fimm. En hún hefur einnig annað hlutverk. An
þess að það sé nokkurs staðar tekið fram í textanum kemur nefni-
lega í ljós, að jafnframt þessu er „faðir“ einnig að taka upp þráðinn
úr 9. kaflanum, þar sem frá var horfið þegar „sonur“ breytti snögg-
lega um umræðuefni og bað um leyfi til að taka upp „gamansam-
lega ræðu“. Samhengið verður mjög skýrt ef menn lesa upphaf 22.
kaflans í beinu framhaldi af 9. kaflanum: „faðir“ endaði skýringar
sínar á undan landafræðiköflunum með því að tala um mismunandi
loftslag landa eftir því hvernig þau liggja miðað við „veg sólar-