Skírnir - 01.09.1991, Síða 42
304
ÁGÚST HJÖRTURINGÞÓRSSON
SKÍRNIR
þessara yfirráða lýðsins háttað? Skilgreiningarvandinn verður ef
til vill best skýrður með því að bera saman, í mjög grófum drátt-
um, tvenns konar stjórnarform, sem bæði falla undir lýðræðis-
hugtakið.
Forn-Grikkir eru gjarnan taldir upphafsmenn lýðræðis á
Vesturlöndum. Meginhugmyndin að baki stjórnskipulagi þeirra
var sú að borgararnir skyldu taka beinan þátt í sameiginlegum mál-
efnum ríkisins. Þessi þátttaka náði til flestra sviða sameiginlegra
málefna, allt frá lagasetningu og ákvörðunum um skatta, til
þátttöku í stríðsrekstri og setu í dómum um deilumál manna. Ef
stuðst er við stjórnskipulagið eins og það var á tímum Períklesar,
en það tímabil er stundum nefnt gullöld Aþenu, þá var málum
þannig háttað að allir borgarar áttu rétt til setu á fundum þjóð-
þingsins, ekklesia, sem fór með æðstu völd í málefnum ríkisins.
Þjóðþingið sat á fundum aðeins fjóra daga í mánuði en þess á milli
fór sérstakt ráð, boule, með völdin. Þar áttu sæti 500 manns, valdir
með hlutkesti, og var málum þannig fyrir komið að flest allir
borgarar gátu átt von á því, að minnsta kosti einu sinni á ævinni, að
vera valdir í ráðið. Ráðinu var skipt í deildir sem skiptust á um að
stjórna bæði í ráðinu og eins í þjóðþinginu þegar það sat á fundum.
Æðsti maður þeirrar deildar sem með stjórnina fór í hvert skipti
var aðeins kjörinn til eins dags í senn þannig að valdatíminn var
stuttur. Þessu var öðru vísi farið með herforingjana, því þeir voru
valdir með kosningu en ekki hlutkesti, sem hafði það í för með sér
að þeir gátu setið lengi að völdum. Períkles var til dæmis kjörinn
hershöfðingi í samfellt fjörutíu ár.3
Mörgum nútímamanninum kann að finnast vafasamt að kalla
hið gríska fyrirkomulag lýðræði, vegna þess að til „borgara“ taldist
einungis lítill hluti þess hóps sem við teljum til „þegna“, það er alla
íbúa tiltekins svæðis eða lands. Þannig töldust aðeins til borgara
þeir karlmenn sem áttu einhverjar lágmarkseignir, voru fæddir í
ríkinu og af foreldrum búsettum þar. I raun var því þetta fyrir-
3 Sjá t.d. umfjöllun um lýðræði þessa tíma í íslenskri þýðingu Jónasar Kristjáns-
sonar á bók Will Durant Grikkland (Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík
1967, fyrra bindi, s. 281-290). Bestu heimildir um grískt stjórnarfar er að finna í
bók sem eignuð er Aristótelesi (þó margir efist um að hann sé raunverulegur
höfundur hennar) um stjórnarskrá Aþenu. Sjá t.d. þýðingu P.J. Rhodes, Aristotle,
The Athenian Constitution (Penguin, Harmondsworth 1984).