Skírnir - 01.09.1991, Page 45
SKÍRNIR
TIL VARNAR LÝÐRÆÐINU
307
John Locke (1632-1704)
Það er orðið næsta hefðbundið að telja John Locke einn af frum-
kvöðlum frjálshyggjunnar. Þótt fjölmargir aðrir hafi einnig átt hlut
að máli leikur varla nokkur vafi á að hann færði fram þau
meginrök fyrir fulltrúalýðræði sem frjálshyggjufólk hefur stuðst
við fram á þennan dag.
Stjórnspekikenningu Lockes er að finna í tveim ritgerðum um
ríkisvaldið sem fyrst komu út árið 1689.5 Locke ætlaði sér tvennt
með þessum ritgerðum sínum. I fyrsta lagi ætlaði hann sér að
kveða í kútinn öll rök fyrir því að konungar þægju alræðisvald
beint frá Guði. Er fyrri ritgerðin helguð þeim andmælum, en þar er
spjótunum beint sérstaklega að kenningu Sir Robert Filmers sem
þá var mjög í tísku meðal konungssinna. I öðru lagi vildi Locke
setja fram „andspyrnukenningu" þar sem færð væru rök fyrir rétti
manna til að veita konungum, eða öðrum þeim sem með valdið
fóru, andstöðu þegar ástæða var til. Er þau rök að finna í síðari
ritgerð hans. Locke teflir fram hugmyndum um náttúrleg réttindi
manna og samfélagssáttmála þeirra til að réttlæta slíka andspyrnu.
Báðar hugmyndirnar byggja á þeirri þriðju sem hann kallar „ríki
náttúrunnar", en það er í raun sú staða sem menn eru í gagnvart
hver öðrum áður en þeir gera með sér „samfélagssáttmála". I sam-
félagssáttmála felst að menn ákveða, eða samþykkja með þögninni,
að lifa saman undir sameiginlegum lögum og/eða sameiginlegri
stjórn; þetta er með öðrum orðum hugsað bókstaflega sem sáttmáli
um samfélag. Til útskýringar má benda á að Locke taldi leiðtoga
sjálfstæðra ríkja (og jafnvel ríkin sjálf) ennþá vera í ríki náttúrunnar
hvern gagnvart öðrum í þessum skilningi, þar sem enginn sam-
félagssáttmáli ríkja hafði verið gerður á þeim tíma.
I ríki náttúrunnar eru allir einstaklingar frjálsir og jafn frjálsir
vegna þess að engin sameiginleg lög eða stjórn eru til; hver maður
5 John Locke, Two Treatises of Government. Seinni ritgerðin, og sú mikilvægari,
hefur birst í íslenskri þýðingu Atla Harðarsonar: Ritgerð um ríkisvald (Hið
íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1986). Atli ritar gagnlegan inngang að
bókinni, sem er mun yfirgripsmeiri en umfjöllunin hér. Sjá einnig grein Atla
„Stjórnspeki Lockes“, Skírnir 162. ár, haust 1988, s. 361-377.