Skírnir - 01.09.1991, Side 46
308
ÁGÚST HJÖRTUR INGÞÓRSSON
SKÍRNIR
er konungur í sínu eigin ríki, ræður sjálfum sér alfarið, en einungis
sjálfum sér. Þetta fyrirkomulag felur í sér að menn eiga rétt á yfir-
ráðum yfir eigin lífi og limum, og öllu því sem af þessari „sjálfs-
eign“ má leiða.6 Allir menn hafa samkvæmt þessu jafnan rétt til að
taka ákvarðanir um eigið líf og jafnframt rétt til að framfylgja þeim
eftir bestu getu. Þannig fer hver einstaklingur í ríki náttúrunnar
með bæði löggjafarvald og framkvæmdavald í eigin málum. Þessi
náttúrlegu réttindi eru þó takmörkunum háð, en þær takmarkanir
byggja ekki á mannasetningum, heldur á því sem Locke kallar „lög
náttúrunnar" eða náttúrurétt:
Ríki náttúrunnar lýtur náttúrurétti sem bindur alla menn. Þessi náttúru-
réttur er ekkert annað eri skynsemin sem kennir hverjum manni sem spyr
hana ráða að þar sem allir menn eru jafnir og sjálfstæðir þá skyldi enginn
vinna öðrum tjón á lífi, heilsu, frelsi eða eignum. [...] Hver maður er
skyldugur til að varðveita eigið líf og hlaupast ekki viljandi undan merkj-
um; af sömu ástæðu ber honum skylda til að gera það sem í hans valdi
stendur til að verja líf annarra svo framarlega sem það hindrar hann ekki í
að varðveita sitt eigið;[...]7
Mönnum ber þannig skylda til að vernda eigið líf og til að vinna
ekki öðrum tjón. Rökin fyrir þessum takmörkunum á náttúrlegu
6 Hér verður ekkert fjallað um eignaréttarkenningu Lockes, þótt e.t.v. væri ærin
ástæða til. Því hefur verið haldið fram af gagnrýnendum frjálshyggjunnar, að
megintilgangur Lockes hafi verið að réttlæta eignarétt og tengja hann órjúfanlega
við frelsishugmyndir sínar, en að „andspyrnurökin" á stjórnmálasviðinu hafi
verið nánast aukageta. Rökin fyrir lögmætri andspyrnu eru samkvæmt þessari
túlkun þau að stjórnvöld mega aldrei ganga á eignarétt manna, þar með talinn er
„eignaréttur“ þeirra á sjálfum sér. Það sem er gagnrýnt er að eignarétturinn sé
lagður til grundvallar í allri umræðu um stjórnmál og þar með gerður að
mikilvægara málefni heldur en hann sé - enda kallar C.B. Macpherson, forvígis-
maður þessarar gagnrýni á Locke, þessar hugmyndir „eignaeinstaklingshyggju"
(possessive individualism; þýðingin er fengin frá Þorsteini Gylfasyni, sjá „Hvað
er réttlæti?", Skírnir 158. árg., 1984, s. 174). Sjá nánar um Macpherson í neðan-
málsgrein 34.
7 Ritgerb um ríkisvald, grein 6, s. 48. Allar vísanir og tilvitnanir eru í þýðingu Atla
Harðarsonar. Atli hefur valið þá leið að þýða law of nature sem náttúrurétt.
Fyrir því eru m.a. þau rök að við tölum um venjurétt (common law). Gallinn er
hins vegar sá, að hætta er á að menn rugli náttúrurétti saman við það sem Locke
kallar náttúrleg réttindi. Til að koma í veg fyrir misskilning getum við sagt að
menn séu í ríki náttúrunnar (state of nature) og hafi þar (og æ síðan) náttúrleg
réttindi (natural rigbts) en eigi hins vegar að lúta náttúrurétti (law of nature).