Skírnir - 01.09.1991, Page 56
318
ÁGÚST HJÖRTURINGÞÓRSSON
SKÍRNIR
Því verður ekki mótmælt hér að stjórnmálasaga undanfarinna
alda snýst að stórum hluta um baráttu einstakra manna um að ná
völdum, halda þeim og nota þau í þágu einkahagsmuna. Nýlundan í
kenningu Schumpeters felst í því að skoða þessa baráttu undir
sjónarhorni hagfræðinnar þar sem stjórnmál eru skýrð, skilgreind
og réttlætt sem efnahagsleg fyrirbæri og á „efnahagslegum"
forsendum. Samkvæmt þessu sjónarhorni ber okkur að líta á stjórn-
málin sem frjálsan „hugmyndamarkað", þar sem líkt og á öðrum
mörkuðum eru seljendur, sem þá eru atvinnustjórnmálamenn og
aðrir sérfræðingar, og kaupendur, sem eru vitaskuld kjósendur.
Þetta sjónarhorn hefur náð mikilli útbreiðslu síðustu áratugi eins og
gerst má sjá af því orðfæri sem einkennir almenna stjórnmálaum-
ræðu. Sá sem ekki skilur tungumál hagfræðinnar á erfitt með að
átta sig á umræðum um stjórnmál sem afmarkað fyrirbæri og má
raunar segja að skilningur á þessu sjónarhorni sé lykillinn að verk-
um velflestra frjálslyndra stjórnmálafræðinga og stjórnmálaheim-
spekinga sem komið hafa út eftir seinni heimsstyrjöld.23 Megin-
hugmynd þessa sjónarhorns er sú að á hinum lýðræðislega stjórn-
málamarkaði séu allir frjálsir að því að keppa um völd. Arangur
manna - sem þá mælist í því hvernig þeim gengur að ná völdum og
halda þeim - veltur á því hversu góða vöru (það er málstað) þeir
hafa að bjóða, eða á því hversu dugmiklir sölumenn þeir eru. Allir
eru frjálsir að því að „selja" og „kaupa“ eins og þá lystir á þessum
markaði. Þetta frelsi á síðan að leiða til bestu hugsanlegrar
niðurstöðu fyrir alla aðila markaðarins. Samlíkingin við frjálsan
markaðsbúskap á vöru og þjónustu felur í sér að rökin fyrir lýðræði
eiga að vera hliðstæð við réttlætingu hins frjálsa markaðar þar sem
23 Þessi skoðunarháttur er augljós í verkum flestra forvígismanna frjálshyggjunnar,
t.d. hjá Anthony Downs, An Economic Theory of Democracy (Harper & Row,
New York 1957). Af íslenskum höfundum má nefna Hannes Hólmstein
Gissurarson. f bók sinni Stjómarskrármálið (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykja-
vík 1987), tekur hann kenningu Schumpeters nokkurn veginn hráa upp þegar
hann lýsir lýðræði á íslandi með svofelldum orðum: „Lýðræði felst hér því
umfram allt í frjálsri samkeppni nokkurra stjórnmálaflokka um völdin í
þingkosningum á nokkurra ára fresti." (s. 26). Þessa lýsingu - en réttmæti hennar
hlýtur að ráðast af þeim skilningi sem lagður er í orðin „frjáls samkeppni" - notar
Hannes síðan sem grundvöll fyrir hugmyndir sínar um þær stjórnar-
skrárbreytingar sem nauðsynlegar eru til að íslenskt lýðræði verði eins og honum
finnst það eigi að vera, fullgilt kjörbúðalýðræði eins og hann kallar það.