Skírnir - 01.09.1991, Page 57
SKÍRNIR
TIL VARNAR LÝÐRÆÐINU
319
fraraboð og eftirspurn ráða verði öllum til hagsbóta. Rök
Schumpeters fyrir fulltrúalýðræði eru því svonefnd hliðstæðurök.
Þess vegna er nauðsynlegt að varpa fram þeirri spurningu hvort
nægilegar hliðstæður séu milli efnahagsmarkaðarins annars vegar
og stjórnmálamarkaðarins hins vegar til að réttlæta líkinguna.
Spurningin er sú hvort við getum heimfært niðurstöður úr einum
geira samfélagsins uppá annan geira þess án þess að færa fyrir því
haldbær rök?
Það er líklega engin tilviljun að markaðskerfi í efnahagslífi hefur
þróast samhliða fulltrúalýðræði. Það er heldur engin tilviljun að
eftir því sem fulltrúalýðræði hefur vaxið fiskur um hrygg hafa
afskipti þess af „frelsi“ markaðarins aukist. Þannig er ákveðinn
samfélagsrammi, leikreglur í formi laga, valddreifingar og svo
framvegis, forsenda þess að hinn „frjálsi" markaður skili þeim
árangri sem til er ætlast. Með öðrum orðum þá er nauðsynlegt að
einhverjir aðilar eða öfl sem standa utan við efnahagsmarkaðinn
tryggi að hann starfi eins og til er ætlast, því það þarf að tryggja
eiginlegt „frelsi“ þeirra sem keppa á markaðnum. Þetta er stundum
kallað að tryggja jafna samkeppnisaðstöðu, því það er vel að
merkja samkeppnin sem á að leiða til hagsbóta fyrir alla. Og þarf
þá ekki, ef hliðstæðurökin eiga að standast, að tryggja samkeppni á
jafnræðisgrundvelli á stjórnmála-„markaðinum“? Svo virðist ekki
vera, að minnsta kosti ekki í ljósi þeirra orða Schumpeters að á
hinum frjálsa stjórnmálamarkaði sé öllum frjálst að keppa um völd
„í sama skilningi og öllum er frjálst að stofnsetja nýja vefnaðar-
verksmiðju“.24 Slíkt frelsi er eingöngu formlegt en ekki eiginlegt;
mönnum er því aðeins „frjálst“ að stofnsetja nýja vefnaðarverk-
smiðju að þeir hafi til þess alla þá kunnáttu, aðstöðu og bolmagn
sem nauðsynlegt er. Enda er það ekki meiningin hjá Schumpeter að
réttlæta lýðræði þar sem allir eiga jafnan kost á að ná völdum eða
hafa áhrif. Þannig er það ekki í nútíma lýðræðisríkjum, og því
ályktar Schumpeter að þannig eigi það ekki að vera.
Hér vaknar sú spurning hvort Schumpeter noti ekki niðurstöðu
sem forsendu. I einfölduðu formi eru hliðstæðurökin á þessa leið:
Frjáls samkeppni á efnahagsmarkaði tryggir útkomu sem er öllum
til hagsbóta. Frjáls samkeppni stjórnmálamanna um völdin tryggir
24 Auðvaldshyggja, jafnaðarstefna og lýðrœði, kafli XXII, s. 272, neðanmálsgrein 6.