Skírnir - 01.09.1991, Side 65
SKlRNIR
TIL VARNAR LÝÐRÆÐINU
327
mannlegt eðli. Samkvæmt hugmyndum Lockes eru formlegt frelsi
og jöfnuður nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika og öryggi í
samfélaginu, en jafnframt er eiginlegt frelsi (í skilningi Rousseaus
og Barbers) útilokað. Þar sem hugmyndin um mannlegt eðli varpar
nokkru ljósi á mun frjálshyggju og félagshyggju, er rétt að fara
fáum orðum um hugmyndir Lockes.
Þegar hefur verið nefnt að Locke taldi það frumskyldu mannsins
að vernda eigið líf og viðhalda því. I stjórnspeki sinni réttlætir hann
þetta með vísun í almáttugan skapara, en í Ritgerð um mannlegan
skilning sýnir hann fram á að þetta sé sú hvöt sem liggi öllu lífi og
starfi manna til grundvallar. Þessi frumhvöt til sjálfsviðhalds mótar
síðan ástríður okkar, en ástríðurnar fremur en viljinn stjórna
gerðum okkar.33 Hið mikla vald ástríðna yfir athöfnum manna
skýrir hvers vegna „fjöldinn [er] hneigður til ójafnaðar og rang-
lætis" en skynsemi manna skýrir hvers vegna þeir fallast á að hafa
hemil á þessari rangsleitni. Skynsemi Lockes er tæknileg vegna þess
að viðfangsefni skynseminnar er eingöngu að finna réttu leiðina að
settu marki. Hið almennasta markmið allra manna er gefið, í augum
Lockes, á grundvelli þeirra frumhvata sem þegar eru nefndar: Allir
menn leitast við að fullnægja löngunum sínum og öðlast þannig
hamingju og um leið forðast þeir það sem kann að valda eymd og
óhamingju. Þótt eiginleg.skynsemi manna sé misjöfn þá deila þeir
þó allir hæfileikanum til að velja leiðir að þessu gefna markmiði.
Þessi mynd af manninum sem Locke dregur upp hefur sætt
mikilli gagnrýni. Því hefur verið haldið fram að í henni felist mót-
sögn sem erfitt sé að sætta - hefur jafnvel verið talað um „geðklofa
frjálshyggjunnar" í því sambandi.34 Mótsögnin er sögð felast í því
33 Sjá Essay Concerning Human Understanding (Stytt og ritstýrt af A.D. Woozley.
Collins, Glasgow 1964), aðra bók, kafla XXI, sérstaklega málsgreinar 31-47.
34 Sbr. Benjamin R. Barber, Öflugt lýðræði, s. 14 og s. 101, tilv. 17. Þá er mjög ítar-
lega gagnrýni á þessa meintu mótsögn að finna í skrifum kanadíska stjórnspek-
ingsins C.B. Macpherson. Sjá t.d. inngang hans að Locke, Second Treatise of
Government, (Hackett Publishing Company, Indianapolis 1980) og ritgerðina
„Natural Rights in Hobbes and Locke“ sem birtist í ritgerðasafninu Democratic
Theory. Essays in Retrieval (Oxford University Press, Oxford 1973, 1984). Itar-
legustu skrif Macpherson um Locke er að finna í bókinni The Political Theory of
Possessive Individualism (Oxford University Press, Oxford 1962), en sú bók
felur í sér eina hörðustu atlöguna sem gerð hefur verið að undirstöðum frjáls-
hyggjunnar.