Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 76
338
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
En nafn lögmannsins og hirðstjórans á Skarði verður líklega
lengst uppi vegna tveggja mikilla skinnbóka sem hann hefur látið
gera og enn eru varðveittar. Efni þeirra endurspeglar að sumu leyti
hugðarefni kaþólsks veraldarhöfðingja á 14. öld.
Þessar miklu skinnbækur hafa á síðari tímum báðar borið nafnið
Skarðsbók. Ólafur Eíalldórsson leiddi í ljós að þær væru líklega
báðar ritaðar í klaustrinu á Helgafelli.3 Selma Jónsdóttir benti á að
líklega væri Ormur Snorrason viðriðinn gerð þeirra beggja.4 Loks
hefur Jonna Louis-Jensen sýnt, svo að ekki verður um villst, áð til
hefur verið þriðja stóra skinnbókin sem Ormur Snorrason hefur
átt eða látið gera.5
Önnur skinnbókin er nú jafnan kölluð Skarðsbók (AM 350 fol.),
mikil og glæsileg bók, sem hefur tvívegis verið gefin út ljós-
prentuð.6 Bókin er nú varðveitt í Árnastofnun í Reykjavík. Hún er
meira en 150 blöð, og efnið er einkum veraldlegur réttur, Jónsbók,
lögbók Islendinga, réttarbætur, forsagnir við ýmsar lagasóknir,
saktal og yfirlit yfir Jónsbók, Hirðskrá. Þá er kirkjulegur réttur,
Kristinréttur nýi, kirkjuréttarleg skjöl, ýmsar statútur erkibiskupa
og statútur biskupa í Skálholti. I bókinni stendur á bls. 296-297 að
hún sé rituð árið 1363.
Hin skinnbókin er nú alla jafnan nefnd latneska nafninu Codex
Scardensis þótt hún sé á íslensku. Hún er einnig mikil og glæsileg
bók og hefur verið gefin út ljósprentuð.7 Bókina gaf Ormur
Snorrason kirkjunni á Skarði seint á 14. öld, en raunar átti hann
einnig kirkjuna. Á 19. öld villtist bókin úr landi til Bretlands, en
3 Ólafur Halldórsson, Helgafellsbxkur fornar (Studia Islandica 24). Reykjavík
1966, einkum bls. 9-22.
4 Selma Jónsdóttir, „Gjafaramynd í íslenzku handriti,“ Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1964, bls. 5-19.
5 Jonna Louis-Jensen, „Enoks saga“. Bibliotheca Arnamagnœana vol. xxxi.
Kobenhavn 1975, bls. 225-237. „Trójumanna saga,“ ed. Jonna Louis-Jensen.
Editiones Arnamagnœanx Ser.A, vot. 8. Copenhagen 1963, bls. xi-xxxi.
6 Skarðsbók. Jónsbók and other Laws and Precepts. With an Introduction by
Jakob Bénediktsson. (Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi. Vol. XVI.)
Copenhagen 1943. Codex Scardensis. AM 350 fol. Jónas Kristjánsson, Ólafur
Halldórsson, Sigurður Líndal rituðu formála. (íslenzk miðaldahandrit -
Manuscripta Islandica Medii Aevi. Vol. I.) Reykjavík 1981.
7 Codex Scardensis, ed. by D. Slay. (Early Icelandic Manuscripts in Facsimile.
Vol. 2) Copenhagen 1960.