Skírnir - 01.09.1991, Page 78
340
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
bókum. Meðal þeirra voru ævintýri, þýdd úr ritinu Disciplina
clericalis, sótt í pappírshandrit í Stokkhólmi ritað af Jóni Vigfús-
syni á 17. öld, Stockh. papp. 66 fol.8 Einnig gaf Gering út þrjú
ævintýri úr öðru íslensku handriti, skinnhandriti í Arnasafni, AM
657 4to. Þau ævintýri eru einnig þýdd úr Disciplina clericalis og eru
líka í Stokkhólmshandritinu þó að mikill munur sé á orðalagi.9
Jonna Louis-Jensen hefur bent á að forrit Jóns Vigfússonar hafi
verið sjálf Ormsbók og að ljóst sé af ævintýratextunum, sem eru
svo ólíkir, að um er að ræða tvær sjálfstæðar þýðingar af Disciplina
clericalis, annars vegar í Arnasafnshandritinu og hins vegar í
Stokkhólmshandritinu.10
Ormsbók, sem Jón Vigfússon afritaði, var að sögn Svía á 17. öld
erfið aflestrar, skriftin torkennileg og í henni mikið af styttingum
og böndum.11 Jón hefur líka átt fullt í fangi að lesa Ormsbók og
varla skilið hana til fullnustu á köflum, eins og afrit hans vitna um.
I handriti Jóns má finna mjög undarleg orð og orðasambönd, og
hefur Gering gengið illa að ráða við sum þeirra. Þó lætur Gering
prenta þau eins og þau koma fyrir, að vísu með nokkrum fyrn-
ingum, og spreytir sig stundum á leiðréttingum. Allt er þetta sam-
viskusamlega tilfært hjá Gering. Verra er að nokkur vafasöm orð í
útgáfunni hafa komist á orðabækur athugasemdalaust,12 og hafa
þá orðsöfnunarmenn ekki sést fyrir. Hér skal nú reynt að greiða úr
einhverju af þessu, þótt flest verði enn að bíða skýringar.
I handriti Jóns Vigfússonar stendur stafrétt:
Sökrates sagde Lærisveinumm sinumm hyggit at þier siæut æigi i sama
Hlut Hlydnir Gudi ok o=hlijdner, enn þeir svorudu: Meijstari geim oss
þetta, enn Meistarinn svaradi: Fyrirlátit fyrnskuna ok fiskrykne, enn þat er
fiskrykne at birja sik gödann fyrir Monnumm, enn i Leyndum ö=hlydni
fyrir Gude. Þá svarade annar enn er annar Háttur sá er Bock kallast er
ollum Monnum varandiss. Socrates mællti: Þat er Madur betrar sik bædi
8 Islendzk ceventyri, herausgg. v. Hugo Gering. I. Halle 1882, bls. 3 og 163-200.
9 Islendzk œventyri (1882), bls. 3 og 286-294.
10 Jonna Louis-Jensen (1975).
II Hún hafi verið skrifuð með „gammal, grann och olassligh styl, dar till och
nástan hwart annat ordh medh abbreviationibus," Trójumanna saga (1963), bls.
xiii.
12 Sjá t.d. Gamall kveðskapur. Jón Helgason bjó til prentunar. (íslenzk rit síðari
alda 7) Kaupmannahöfn 1979, bls. 160-161.