Skírnir - 01.09.1991, Side 79
SKÍRNIR
AF FISKRYKNI OG HVALBERA
341
opinnberliga ok leyniliga, fyrir Gudi þar til er hann sie gödur kalladur ok
mikils verdur af Monnunumm enn er smasmugleigir, enn sá er þessa
fyrirlætur þá þiöna þeim sem at meiri eru medur þessum Hætte. Fastar
Madur ok giorir 01musur ok er hann eptir spurdur huert hann giordi æigi
Riett hann svarar: Gud veit huort ek giorda edur æigi, ok vil þö virdingh
af hafva þö hann vilie æigi opinnberligana svara edur seigia fyrir
Monnumm, þui at hann vill æigi heita fiskrijna Madur, ok trtie ek fáa
Menn vera þá sem at aungvann Hlutinn eigu i þessu ok af þessu er at
hyggjande at giora alla Hlute med Hugskote, ok mikillri Astundan at þier
tinit æigi nie tapit Umbun ydvari fyrir Manna Lofs sakir.
Þarna koma fyrir orðin fiskrykni og fiskryknamaður, og hafa
margir velt þeim fyrir sér. Orðin eru lögð í munn Sókratesi þegar
hann gefur lærisveinum sínum siðferðilegar ráðleggingar. Hvergi
annars staðar koma þessi orð fyrir í íslensku. I þessum Sókratesar-
texta er annað jafn sjaldgæft orð, bokk, sem hefur ekki komist á
orðabækur.13 Þegar litið er í latneska frumtextann af Disciplina
clericalis, kemur í ljós að fiskrykni og bokk eru þýðing á sama
latneska orðinu, hypocrisis,H orði sem nú er jafnan þýtt með
orðinu hræsni. Fiskryknamaóur er hypocrita, hræsnari. Hvernig
stendur á þessum einkennilegu og torskildu orðum? Skýringin er
einfaldlega sú að Jón Vigfússon hefur ekki getað lesið rétt og leyst
úr böndum. Fiskrykni er rétt lesið fyrirskrökni eða fyrskrökni og
bokk er rétt lesið skrök. Forskeytið fyrir- eða fyr- hefur líklega
verið bundið f1, og o með einhvers konar krók niður úr hefur verið
mislesið y. Orðið Bock hefur orðið til úr dráttum orðsins skrok.
Þá er textinn um Sókrates um það bil svona með venjulegri ís-
lenskri stafsetningu og nokkrum lagfæringum:
Sókrates sagði lærisveinum sínum: „Hyggið að þér séuð eigi í sama hlut
hlýðnir guði og óhlýðnir." En þeir svöruðu: „Meistari, geym oss þetta."
En meistarinn svaraði: „Fyrirlátið fyrnskuna og fyrirskrökni, en það er
fyrirskrökni að byrja sig góðan fyrir mönnum, en í leyndum óhlýðnast
fyrir guði.“ Þá svaraði annar: „En er annar háttur, sá er skrök kallast, er
öllum mönnum varnaður sé?“ Sókrates mælti: „Það er maður [sem] betrar
sig bæði opinberlega og leynilega fyrir guði þar til er hann sé góður
kallaður og mikils verður af mönnunum. Hinn er smásmuglegri en sá, er
13 Islendzk teventyri (1882), bls. 163-164.
14 Die Disciplina clericalis des Petrus Alfonsi. Herausgg. v. A. Hilka und W.
Söderhjelm. (Kleine Ausgabe) Heidelberg 1911, bls. 2-3.