Skírnir - 01.09.1991, Page 80
342
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
þessa [fyrirskrökni] fyrirlætur til að þjóna þeirri sem að meiri er meður
þessum hætti: fastar maður og gjörir ölmusur og er "hann eftir spurður
hvort hann gjörði eigi rétt, hann svarar: „Guð veit hvort ég gjörði eður
eigi,“ og vill þó virðing af hafa, þó hann vilji eigi opinberlega svara eður
segja fyrir mönnum, því að hann vill eigi heita fyrirskröknamaður. Og
trúi ég fáa menn vera þá sem að engan hlutinn eiga í þessu. Og af þessu er
að hyggjandi að gjöra alla hluti með hugskoti og mikilli ástundan að þér
týnið eigi né tapið umbun yðvarri fyrir manna lofs sakir.“
í öðru ævintýri, um Nelin klæðskerasvein, hefur Jón Vigfússon
heldur ekki átt gott með að lesa rétt, og kemur þar fyrir orðið
hvalberi. Gering reynir að bæta úr því og býr til orðið valberi,xi
sem síðan hefur komist á orðabækur. Sé ævintýrið lesið í heild
kemur í ljós að orðið hvalberi er misskilningur. Af samhenginu
sést að átt er við kamerarius, sem svo er kallaður á tveimur öðrum
stöðum í ævintýrinu. Það kemur líka í Ijós þegar latneski frumtext-
inn er athugaður.16 Þetta latneska orð kamerarius hefur því verið
óþýtt í íslenska textanum. I frumgerð ævintýrisins í Disciplina
clericalis er þessi sérstaki trúnaðarmaður konungs, kamerarius,
einnig kallaður enuchus, þ.e. geldingur. I íslensku gerðinni er líka
talað um hann sem enuchus, og það latneska orð því látið óþýtt. En
merking orðsins kamerarius kemur fram í íslenska ævintýrinu þar
sem talað er um „enuchus er hússins gætti“. Kamerarius má vafa-
laust þýða hús- eða herbergisþjónn.
Þá má ljóst vera að hvorki hefur verið fjallað um fisk né hval á
þessum stöðum í Ormsbók.
15 Islendzk œventyri (1882), bls. 194.
16 Disciplina Clericalis (1911), bls. 30-31.