Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 82
344
RORY McTURK
SKÍRNIR
þat sagt, at mathsveinar foru a land at giora math til, en’n adrir menn foru i
skog at skemta ser, ok þar fundu þeir einn tremann fornann, ok var XL at
hed ok mosa vaxinn, ok sa þo aull deile a honum, ok r§du nu um med ser,
hverr blotad mundi hafa þetta et mikla god. Ok þa kvedr tremadrinn:
38. þat var fyRÍr I launghv.
er i leid meghzV
heklinghs foru.
hlumtvnghvrw
íram. I vm sallta
slod birtinga.
þa v<*rd ek þessa
þorfs Radandhe. I
39. ok þpi settv
svítrdmerðlingÆr.
svdr hia sallte.
synzr lodbroLír
þa var I ek blotin
til bana monnum
i sams eyiv
svnnan verdri.
40. þar baldv standa
medan strond þolir
mann hia þyrni
ok molsa vaxinw.
Nv skytr a mz'c
skygia grati.
hlyR hvorke mer I
hollð ne klgde
Ok þetta þotti monnum undarlight, ok saughdu sidan fra audrum monnum.2
Þessi kafli virðist vera nokkurs konar viðbætir við yngstu gerð
sögunnar, og ekki hafa staðið í hinum tveimur eldri gerðum.3 Þegar
við athugum þær vísur, sem trémaðurinn kveður, verðum við að
varast áhrif þeirrar hugmyndar að Ragnar og Loðbrók hafi verið
ein og sama persóna, sögulega séð. Sá fyrsti sem tengir þessi tvö
nöfn saman, eins og um eina persónu væri að ræða, er Ari Þorgils-
son, sem skrifar að sjálfsögðu á fyrri hluta tólftu aldar.4 Einnig
2 Völsunga saga ok Ragnars saga loðbrókar, udgivet [...] ved Magnus Olsen.
Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, XXXVI, Kobenhavn
1906-08, bls. 174-75. Rétt er að geta þess að á bls. 221-22 af þessari útgáfu, þar
sem Olsen lætur prenta vísur trémannsins með samræmdri stafsetningu, breytir
hann settv í fyrsta vísuorði 39. vísu í settumk, þ.e.a.s. „settu mik“, eins og flestir
aðrir útgefendur þessara vísna hafa gert. Þetta hefði ég einnig gert í hans sporum.
3 Rory W. McTurk, „The extant Icelandic manifestations of Ragnars saga
loðbrókar,“ Gripla, I, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, rit VII, Reykjavík
1975, bls. 43-75; sjá bls. 61-64.
4 Islendingabók. Landnámabók, fyrri hluti. Jakob Benediktsson gaf út. íslenzk
fornrit, I. bindi, fyrri hluti, Reykjavík 1968, bls. xvii-xx og 4. Sbr. J. de Vries,
„Die westnordische Tradition der Sage von Ragnar Lodbrok", Zeitschrift fiir
deutsche Philologie, LIII, 1928, bls. 257-302; sjá bls. 257-58.