Skírnir - 01.09.1991, Síða 83
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
345
verðum við að hafa í huga að hið fyrsta af þeim þremur erindum,
sem trémaðurinn kveður í Ragnars sögu, heyrir upphaflega annarri
sögu til, þ.e.a.s. Hálfs sögu og Hálfsrekkaf og hefur í raun og veru
lítið eða ekkert með hin tvö erindin að gera. Þegar við erum að
reyna að túlka þessi tvö erindi (þ.e.a.s. nr. 39 og 40), verðum við
því að gleyma fyrsta erindinu (nr. 38), a.m.k. til að byrja með. Lík-
legt er, að hin tvö erindin séu frá því um 1100, og hafi upphaflega
verið óháð sögum um Ragnar loðbrók;5 6 þessvegna verðum við að
losna alveg við hugmyndina um Ragnar loðbrók þegar við reynum
að túlka þau. Það sama gildir náttúrlega þegar við leitumst við að
túlka rúnaristuna frá Maeshowe, þó að hún sé að öllum líkindum
nokkuð yngri en vísur trémannsins og Islendingabók Ara.7
Orðið sem veldur mestum vandamálum í þessum vísum er
svarðmerðlingar. Magnus Olsen hélt því fram að það þýddi
„grísir": svarð- væri frá nafnorðinu svörður, sem þýddi „hár“, eða
„skinn með hári á“, þ.e.a.s. „galtarskinn“, „skinn svíns“; og
merðlingar þýddi „litlir merðir", þ.e.a.s. „lítil (skógar)dýr“.8 Hér
hefur hann í huga það sem Ragnar loðbrók segir í ormagarðinum í
Ragnars sögu og annars staðar: „Gnyðja mundu grísir, ef galtar
hag vissi“. Þessi túlkun er að mínum dómi mjög langsótt, og hvort
sem er of háð hugmyndinni um Ragnar loðbrók. Siegfried
Gutenbrunner útskýrir upphaf orðsins á sama hátt og Olsen, en
heldur því fram að Svarðmörður hafi verið nafn á sækonungi sem
notaði loðin skinn sem föt.9 Þessi túlkun er hins vegar of háð fyrsta
erindi trémannsins (nr. 38), þar sem minnst er á heklinghs, sem er
sennilega nafn á sækonungi (Hæklings).
5 Eða öllu heldur munnmælasögnum, sem tengdust þessari sögu. Sjá Hálfs saga ok
Hálfsrekka, herausgegeben von Hubert Seelow, Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi, rit XX, Reykjavík 1981, bls. 164-65, og sbr. J. de Vries, „Die west-
nordische Tradition der Sage von Ragnar Lodbrok" (sbr. nmgr. 4 að ofan), bls.
297.
6 Sjá de Vries, tilv. rit., bls. 297.
7 Aslak Liestol, „The Maeshowe runes: some new interpretations," The fifth
Viking Congress, Tórshavn, July 1965, edited by Bjarni Niclasen. Tórshavn
1968, bls. 55-61; sjá bls. 60.
8 Magnus Olsen, Stedsnavnestudier, Kristiania 1912, bls. 29-30.
9 Siegfried Gutenbrunner, „Zu den Strophen des ‘Holzmannes’ in der
Ragnarssaga," Zeitschrift fiir deutsches Altertum und deutsche Literatur LXXIV,
1937, bls. 139-43, sjá bls. 140-41.