Skírnir - 01.09.1991, Síða 84
346
RORY McTURK
SKÍRNIR
Mín skoðun er sú, að svarð- sé einmitt skylt orðinu svörður,
eins og Olsen heldur, en þýði hér „hár“ (en ekki „húð“). Hin svo-
kallaða „litla Skálda“, sem varðveist hefur í handritum Snorra
Eddu og er frá síðari hluta þrettándu aldar, styður þessa túlkun.10
Jafnframt tel ég að merð- sé hér kvenkynsorðið merð, sem þýðir,
samkvæmt Fritzner, „gildra til að veiða fisk í ám eða lækjum“.n
Svarðmerð- þýðir þá „hárgildra" eða „höfuðfat". Ég ætla ekki að
tilfæra strax hvers konar höfuðfat ég hugsa að um sé að ræða hér;
ef ég minntist á hjálma, til dæmis, myndi ég vera sekur um að hafa
orðið fyrir áhrifum af Ragnars sögu, þar sem synir Ragnars birtast
vitaskuld sem miklir hermenn.
Nú vil ég víkja að orðmyndinni lodbrókar eða loðbrókar, og
benda á að í sjálfu handritinu (Ny kgl. saml. 1824b 4to) stendur
ekki loðbrókar, heldur loðbróku, eins og sjá má af eftirfarandi
ljósmynd (nr.l):
Nr.l Nr.2
Nr.l: lodbroku þa var (sbr. Olsen, 1906-08, bls.174,1. 21-22)
Nr.2: nockut (sbr. Olsen, 1906-08, bls. ci; 124,1. 28)
Stafurinn, sem kemur strax á eftir k-inu í loðbrók-, er ekki sú
stytting á -ar, sem notuð er í þessu handriti; sú stytting sést, því
miður ekki mjög greinilega, fyrir ofan v-ið í orðinu var, í loðbróku
þá var. Að stafurinn á eftir k-inu er -u staðfestist af orðinu nockut,
sem kemur fyrir annars staðar í sama handriti, eins og sjá má af
hinni ljósmyndinni að ofan (nr. 2).12 Þar er sams konar stafur á
eftir k-inu í nockut', og Magnus Olsen, sem hefur notað þetta
10 Edda Snorra Sturlusonar udgivet efter hándskrifterne ...ved Finnur Jónsson,
Kobenhavn 1931, bls. lviii-lix og 255-59, sjá bls. 258.
11 Ordbog over det gamle norske Sprog af Dr Johan Fritzner. Omarbeidet, foroget
og forbedret udgave. Annet bind, Hl-P, Oslo-Bergen-Tromso 1973, bls. 678.
12 Hér vil ég láta í ljós sérstakt þakklæti mitt fyrir þá velvild sem Helle Jensen
heitin, lektor við Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn, og ljósmyndari
Stofnunarinnar, Arne Mann Nielsen, sýndu mér þegar þau útveguðu mér þessar
myndir.