Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 85
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
347
handrit til grundvallar útgáfu sinni af Ragnars sögu, les þetta orð
sem nockut, en ekki nakkvatP Ef leshátturinn er þá loðbróku,
hlýtur þetta að vera eignarfall af veiku kvenkynsnafnorði, loð-
bróka.
II
Hvers konar orð eða nafn er þá loðbróka? Ef við víkjum nú að
þulunum, sem varðveist hafa í handritum Snorra Eddu og eru
líklega frá þrettándu öld, má sjá að bróka er konuheiti:
yy. Kvenna heiti ókend.
1. Þessi sca\ kænraa lág grtmd ok lið
kellv heiti lodda broka
sága sigyn fit norn vplld þÍRr
sif þrvðr iðvntz ok lind
frigg ok bæstla fvlla ok naNa 3. Sól fÍQtrd spQng
gefivn hora sÍQÍn nanma rindr
gerðr ok layfey. eir þella list
ilmr troða dis
2. Reið selia strind nÍQrn vqr ok fríðr
rein skorð ok fÍQrn nipt rán ok bil
bÍQrk veig ok þQll likn hlin ok syn
brik þopta gæfn lofn ok gná.14
Loðbróka gæti þá verið tilbrigði af gyðjunafninu Loþkona, sem
liggur á bak við sænska örnefnið Locknevi, þ.e.a.s. Loþkonuvé, eins
og Jöran Sahlgren hefur sýnt fram á.15 Loðbróka er þá gyðjunafn; í
þessu tilfelli tel ég það vera nafn á hofgyðju sem hafi þjónað og
heitið eftir gyðjunni. Synir hennar, sem settu upp trémanninn, hafa
13 Sjá Völsunga saga ok Ragnars saga, udgivet...ved Magnus Olsen (sbr. nmgr. 2),
bls. ci; og 124,1. 28.
14 Den norsk-islandske skjaldedigtning udgiven af Kommissionen for det Arna-
magnteanske Legat ved Finnur Jónsson. A. Tekst efter hdndskrifteme, I. bind,
Kobenhavn og Kristiania, 1912, bls. 688. Sbr. Hallvard Lie, „Tanker omkring en
,uekte’ replikk i Eyrbyggjasaga," Arkiv för nordisk filologi, LXV, 1950, bls.
160-77, sjá bls. 165-66.
15 Jöran Sahlgren, „Förbjudna namn,“ Namn och hygd, VI, 1918, bls. 1 —40, sjá
bls. 28-40.