Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
349
út í Islenskum fornritum og er líklega frá fyrri hluta þrettándu
aldar. I inngangi sínum að þættinum birtir Jónas stuttan útdrátt úr
þessari sögu, sem ég ætla nú að vitna í (með örfáum viðbótum
innan hornklofa):
Eftir víg Hallvarðs flýr Gunnar helmingur austur til Svíþjóðar. „Þar váru
blót stór í þann tíma, ok hafði Freyr þar verit mest blótaðr lengi, ok svá
var mjök magnat líkneski Freys, at fjándinn mælti við menn úr
skurðgoðinu, ok Frey var fengin til þjónostu kona, ung ok fríð sýnum; var
þat átrúnaðr landsmanna, at Freyr væri lifandi, sem sýndisk í sumu lagi, ok
ætluðu, at hann myndi þurfa at eiga hjúskaparfar við konu sína; skyldi hon
mest ráða með Frey fyrir hofstaðnum ok öllu því, er þar lá til.“ Að
vetrinum óku Freyr og kona hans um byggðir [í vagni] til að gera
mönnum árbót, og gerðist Gunnar helmingur leiðsögumaður þeirra.
Glímdi hann við Frey, og lauk svo, að Freyr féll, en Gunnar tók við
hlutverki hans. [“Fór hann þá í búnað skurðgoðsins; en veðrit tók at
birta.“] Þótti Svíum nú harla vænt um guð sinn, er hann gekk um, át og
drakk sem aðrir menn og gat barn við konu sinni; „var ok veðrátta blíð ok
allir hlutir svá árvænir, at engi maðr munði slíkt“.18
Sá vagn, sem minnst er á hér, minnir á vagninn sem Tacitus víkur að
í sambandi við dýrkun Nerthusar; og sá „búnaður skurðgoðsins",
sem minnst er á í Ögmundar þætti, minnir á Hávamál, erindi nr. 49;
„váðir mínar / gaf ek velli at / tveim trémönnum;" - vísuhelming,
sem margir hafa borið saman við það sem trémaðurinn í Ragnars
sögu segir: „hlýr hvorki mér / hold né klæði“.19
Jónas tengir söguna um Gunnar helming þeirri trú að frjósemi
mannfólksins auki gróður jarðarinnar. I þessu sambandi talar hann
um táknrænt hjónaband, sem merkir sameiningu himinguðsins og
gyðju jarðarinnar. Leifar slíkrar hugmyndar finnast í þjóðháttum
margra landa, þar sem siður hefur verið að láta pilt og stúlku ganga
í leikhjónaband á samkomum sem haldnar voru til að fagna sumri.
Niðurstaða mín er þá sú að trémaðurinn sé að harma liðna tíð,
þegar hann var blótaður af sonum Loðbróku, og að þessi Loð-
bróka hafi verið hofgyðja, sem hét Loðbróka eftir gyðjunni Loð-
bróku-Loþkonu og kunni að hafa leikið hlutverk sjálfrar
gyðjunnar við helgiathafnir. Meðan á þessum athöfnum stóð, var
18 Sjá Eyfirðinga sögur (sbr. nmgr. 17), bls. lvii-lviii.
19 Sjá t.d. Hávamál, edited by David A.H. Evans, Viking Society for Northern
Research, Text series, Volume VII London, 1986, bls. 93-94.