Skírnir - 01.09.1991, Page 88
350
RORY McTURK
SKÍRNIR
hún kannski álitin vera sama vera og gyðjan. í þriðja erindinu (nr.
40) er trémaðurinn líklega að kvarta um það að hann sé ekki lengur
notaður sem verkfæri eða jafnvel aðili að slíkum athöfnum; hann
saknar þess kannski að vera hulinn klæðum eða skreyttur fötum,
eins og siður var áður fyrr þegar átti að dýrka gyðjuna. Það getur
líka verið að hann minnist og sakni þess að hafa verið reglulega
ekið um byggðir í vagni, eins og skurðgoðinu í Ögmundar þætti
dytts; en þegar haft er í huga að hann var fjórir tugir álna að hæð -
ef dæma má af því sem sagt er um hann í meginmáli sögunnar -
held ég, að það sé ekki eins líklegt.
III
Að mínu áliti voru þeir sem hafa verið taldir synir Ragnars
loðbrókar, þ.e.a.s. Ivar beinlaus, Ubbi (sem minnst er á hjá Saxa
hinum málspaka, en ekki í Ragnars sögu), Sigurður ormur-í-auga
og Björn járnsíða, sögulegar persónur sem voru uppi á níundu öld.
Bróðir þeirra var líka Hálfdan nokkur, sem er nefndur í annálum
frá níundu öld, en kemur hvergi fyrir sem sonur Ragnars
loðbrókar.201 enskum heimildum og skyldum verkum er nokkuð
góður vitnisburður fyrir því að Ivar, Hálfdan og Ubbi hafi verið
bræður; og frakkneskar heimildir eru fyrir því, að Hálfdan og
Sigurður hafi verið bræður.21 Þýski sögumaðurinn Adam frá
Brimum, sem skrifar á síðara hluta elleftu aldar, nefnir ívar sem
son Loðbrókar (filius Lodparchi);22 og samtímamaður Adams,
20 Sbr. Walther Vogel, Die Normannen und, dasfrankiscbe Reich bis zur Griindung
der Normandie (799-911), Heidelberger Abhandlungen zur mittleren und
neueren Geschichte, XIV. Heft, Heidelberg 1906, bls. 409-12.
21 Sjá R.W. McTurk, „Ragnarr loðbrók in the Irish annals?" Proceedings of tbe
Seventh Viking Congress, Dublin 15-21 August 1973, edited by Bo Almqvist
and David Greene, Dublin 1976, bls. 93-123; og C. Patrick Wormald, „Viking
studies: whence and whither?“ Tbe Vikings, edited by R.T. Farrell, London and
Chichester 1982, bls. 128-53, sérstaklega bls. 141-44.
22 Quellen des 9. und 11. Jahrhunderts zur Geschichte der hamburgischen Kirche
und des Reiches ... Adam von Bremen. Bischofsgeschichte der Hamburger
Kirche ..., neu iibertragen von Werner Trillmich, Ausgewáhlte Quellen zur
deutschen Geschichte des Mittelalters, Freiherr vom Stein-Gedáchtnisausgabe,
XI, Berlin 1961, bls. 208.