Skírnir - 01.09.1991, Síða 89
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
351
norraannski annálistinn Vilhjálmur frá Jumiéges minnist á Bier
costae ferreae (þ.e.a.s. Björn járnsíðu), sem hann kallar son Loð-
brókar (Lotbroci regis filio).23 Ef við megum ganga að því vísu að
þessir fimm menn hafi verið albræður, má telja víst að Loðbrók hafi
verið nafnið á öðru tveggja foreldra þeirra. Vitnisburður Maes-
howe-rúnaristunnar og erinda trémannsins hvetur mig til að halda
því fram að þetta foreldri hafi verið móðir en ekki faðir þeirra; og ef
sú var raunin, vitum við hver móðirin hefur verið en ekki hver
faðirinn var - þó að freistandi sé að stinga upp á því að faðirinn hafi
heitið Ragnar og að Ragnar og Loðbrók hafi verið hjón. Til var
víkingur sem hét einmitt Ragnar (eða Reginheri) sem réðst inn í
Frakkland og vann París árið 845,24 og hvað tímasetningu varðar
hefur hann getað verið faðir þeirra; en því miður finnst enginn
samtímavitnisburður sem styður þá hugmynd.
Erindi trémannsins sýna að munað hefur verið eftir sonum Loð-
bróku í sambandi við Sámseyju, danska eyju sem liggur skammt frá
strönd Jótlands. Pílagrímar sem á miðöldum fóru frá Islandi,
Orkneyjum og Noregi til Rómar og Jórsalaborgar lögðu að sjálf-
sögðu leið sína um Jótland; á leiðinni sögðu þeir sér til skemmtunar
sögur um germanskar og norrænar hetjur, eins og sjá má af leiðar-
vísi Nikulásar af Þverá frá því um 1150.25 Þar eð minnst er á
Jórsalafara á rúnaristunni í Maeshowe, eins og við sáum áður, vil ég
nú halda því fram að sú Loðbróka sem trémaðurinn talar um og sú
Loðbrók sem nefnd er á rúnaristunni sé ein og sama manneskjan,
og ekki karlmaður heldur kona; og að þessi kona sé sú persóna sem
bæði Adam frá Brimum og Vilhjálmur frá Jumiéges vitna til, þegar
þeir hvor í sínu lagi kalla Ivar og Björn syni Loðbrókar - jafnvel þó
að frá þeirra sjónarmiði hafi hún kannski verið karlmaður.
Það að Loðbróka hefði hæglega getað verið álitin karlmaður má
utskýra á eftirfarandi hátt: nafnið Loðbróka varð til upphaflega
23 Guillaume de Jumiéges. Gesta Normannorum ducum, édition critique par Jean
Marx, Rouen/Paris 1914, bls. 5.
24 Sjá R.W. McTurk, „Ragnarr loðbrók in the Irish annals?“ (sbr. nmgr. 21), bls.
93-98.
25 Sjá Alfrœði íslenzk. Islandsk encyklopœdisk litteratur, I. Cod. Mbr. AM 194,
8vo, udgivet ... ved. Kr. Kálund, Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur, XXXVII, Kobenhavn 1908, bls. 13-16.