Skírnir - 01.09.1991, Síða 91
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
353
var að öllum líkindum upphaflega sama gyðja og Nerthus, sem
Tacitus lýsir. Það eru a.m.k. viss einkenni sem frásögn Tacitusar
um dýrkun Nerthusar og frásögn trémannsins af sjálfum sér eiga
sameiginleg, eins og ég hef bent á. Margir fræðimenn, ekki síst
Svava sjálf, sem hefur unnið með þetta efni ekki aðeins sem skáld-
sagnahöfundur heldur einnig sem fræðimaður, hafa bent á tengsl
milli frjósemistrúar annars vegar og hins vegar þess háttar
konungsveldis sem heitir heilagt konungdæmi (eða hið heilaga
konungdæmi); og hafa haldið því fram að á Norðurlöndum fyrir
siðaskipti, eins og í mörgum öðrum löndum á svipuðum tíma, hafi
konungurinn verið álitinn ábyrgur fyrir velferð þegna sinna
almennt, og fyrir frjósemi landsins sérstaklega. I grein sem birtist
nýlega í Skírni rekur Svava heimildir um þess konar konungdæmi á
Irlandi til forna, og heldur því fram, að fornírskt og fornnorrænt
konungdæmi eigi margt sameiginlegt.28 Þó viðurkennir hún að
vitnisburðurinn um heilagt konungdæmi hjá germönskum þjóðum
eigi ekki við eins sterk rök að styðjast og hjá írum. Grundvallar-
atriði í þess háttar konungdæmi, samkvæmt þeim heimildum sem
Svava rannsakar, var vígsla konungsins, sem fól í sér heilagt
brúðkaup hans og móðurgyðjunnar, þ.e.a.s. hans og landsins, eða
móður Jarðar. Brúðkaupið táknaði endurfæðingu eftir dauða, og
taldist endurspegla sköpun, eða endursköpun, heimsins. Það er að
mörgu leyti sams konar brúðkaup sem Jónas Kristjánsson lýsir í
inngangi sínum að Ogmundar þætti dytts, eins og við höfum séð,
en Jónas minnist ekki á konungdæmi í þessu sambandi. Það er
sennilega vegna írsku heimildanna að Svava leggur áherslu á þetta
en Jónas ekki. Mikilvægt efnisatriði í írsku heimildunum er
drykkurinn sem konungurinn þiggur við þetta tækifæri, þ.e.a.s.
ódáinsveigin, sem magnaði guðdómseðli konungsins og efldi rétt
28 Svava Jakobsdóttir, „Gunnlöð og hinn dýri mjöður," Skírnir 162 (hausthefti
1988), bls. 215—45; sjá sérstaklega bls. 229-33. Sjá einnig R.W. McTurk, „Sacral
kingship in ancient Scandinavia: a review of some recent writings," Saga-Book
(Viking Society for Northern Research), XIX, 1975-76, bls. 139-69; og Lars
Lönnroth, „Dómaldi’s death and the myth of sacral kingship," Structure and.
meaning in Old Norse literature. New approaches to textual analysis and
literary criticism, edited by John Lindow, Lars Lönnroth, Gerd Wolfgang
Weber, The Viking collection. Studies in Northern civilization, 3, Odense 1986,
bls. 73-93.