Skírnir - 01.09.1991, Qupperneq 92
354
RORY McTURK
SKÍRNIR
hans til ríkis. Það er í ljósi slíkra hugmynda sem Svava rannsakar
sögu samvista Óðins og Gunnlaðar í Hávamálum (erindum
104-10). Það sem verið er að lýsa hér, að áliti Svövu, er heilagt
brúðkaup, þar sem Óðinn birtist í hlutverki konungsins og Gunn-
löð í hlutverki móðurgyðjunnar, eða hofgyðju hennar. Hún gefur
honum „drykk hins dýra mjaðar" (erindi nr. 105), sem táknar, ef
ekki konungsvaldið eins og við myndum skilja það orð í dag, þá
getu hans sem konungs, þann mátt sem drykkurinn, sem á upp-
runa sinn í öðrum heimi, veitir honum. Samkvæmt þessari túlkun
er drykkurinn ekki sérstaklega tengdur kveðskap eða fræðum, eins
og hann er í frásögn Snorra um sama atburð í Eddu hans. Ekki
stelur Óðinn heldur miðinum í Hávamálum, eins og Svava túlkar
þau: hann bara þiggur drykkinn, og þar með rétt sinn til ríkis, frá
Gunnlöðu. Hins vegar stelur hann gullkerinu Óðreri, sem drykk-
urinn er geymdur í; og það er það sem vitnað er til, segir Svava, í
erindi nr 107 eins og hún les það: „því að Óðrerir er nú upp
kominn á alda vés jarðar“, þ.e.a.s. á yfirborð hólmans, þar sem vé
jarðar er neðanjarðar. Hið heilaga brúðkaup hafði einmitt átt sér
stað í neðanjarðarsal eða -hofi, sem erfitt var að komast inn í og
sem táknar annan heim, veröldina fyrir handan. Samkvæmt Háva-
málum notar Óðinn nafarinn Rata til að komast út úr þessum sal,
alveg eins og hann notar hann, samkvæmt frásögn Snorra - þar
sem hann breytir sér líka í ormslíki - til þess að komast inn til
Gunnlaðar með því að skríða í gegnum Hnitbjörg.
Stuldur kersins sem geymir lífsmjöðinn er einmitt kjarninn í
Gunnladar sögu. Eins og Vésteinn Ólason hefur sýnt fram á í
ritdómi um þessa skáldsögu í Tímariti Máls og menningar, er það
kerið sem tengir saman tvo söguþræði eða söguplön skáld-
sögunnar. Hún fjallar annars vegar um íslenska stúlku, Dís, sem er
ákærð fyrir að hafa stolið gullkeri úr Þjóðminjasafni Dana í Kaup-
mannahöfn og hins vegar um forsögu sjálfs kersins, sögu sem Dís
sogast inn í eins og í draumi á meðan hún skoðar kerið í minja-
safninu. Þetta er einmitt kerið sem Óðinn hafði stolið frá Gunn-
löðu; og sá heimur sem nú birtist Dís er eyðiland, dautt og ófrjótt,
sem gefur til kynna að konungdæmið í því landi hafi brugðist.
Ástæðan fyrir því er sú að Óðinn hefur stolið kerinu, sem áður
hafði verið notað við heilagt brúðkaup konungs og gyðju. Óðinn