Skírnir - 01.09.1991, Síða 93
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
355
hefur sölsað undir sig konungsvaldið; honum þóknast ekki lengur
að þiggja kerið sem gjöf frá móðurgyðjunni, og þannig hefur hann
innleitt nýja öld, járnöld, öld vopna og ófriðar; heim, þar sem
karlmenn, og ekki konur, ráða ríkjum, og sem hefur enst fram til
vorra daga. Þessvegna er brýn nauðsyn að kvenmaður endurheimti
kerið. Þetta skýrir þjófnaðinn sem Dís er ákærð fyrir, og útskýrir
jafnframt þá breytingu sem verður á skapgerð móður Dísar, sem
kemur til Kaupmannahafnar dóttur sinni til trausts og halds, þegar
yfirheyrslan fer fram, og sem lærir af þeirri reynslu að hún er sjálf
afrakstur þeirrar þjóðfélagsgerðar sem Oðinn hefur komið á með
því að stela kerinu. Þegar dóttirin hefur verið dæmd geðveik og
móðirin fer með hana aftur til Islands, kemur í ljós á Keflavíkur-
flugvelli að kerið, sem dönsk yfirvöld höfðu tekið af Dís, er í
handtösku móðurinnar.
Eins og Vésteinn orðar það: „í þessari bók er [...] sett upp and-
stæða milli þjóðfélags hringrásar, endurnýjunar, jafnvægis og frið-
sældar annars vegar, og hins vegar þess þjóðfélags sem byrjar að
þróast með vinnslu málma til hernaðar: þjóðfélags ófriðar, út-
þenslu, og ofríkis gagnvart mönnum og náttúru. Það er vitaskuld
ekki tilviljun að á mótum þessara þjóðfélaga tekur karlgoð [...]
við af kvengoði.“29 í sambandi við þetta má einnig benda á að í
bókinni er fólgin andstæða tveggja ólíkra tegunda af konungdæmi:
hins gamla, heilaga konungdæmis annars vegar og hins nýja her-
konungdæmis hins vegar.
Þó að skáldsaga Svövu fjalli á öðru plani um heim sem er miklu
eldri en víkingaöldin, og á sér jafnvel stað löngu fyrir germönsku
þjóðflutningana (þ.e.a.s. frá þriðju og fram á fimmtu öld eftir
Krist), má sjá að þessi tvö tímaskeið eiga það sameiginlegt, að þar
kemur fram sú andstæða milli tvenns konar þjóðfélags og tvenns
konar konungdæmis sem skáldsagan felur í sér. í grein sinni,
„Víkingafræði: hvaðan og hvert?“ sem birtist fyrir níu árum, ber
breski miðaldasagnfræðingurinn Patrick Wormald konungdæmið á
Norðurlöndum fyrir víkingaöld saman við konungdæmið hjá
Germönum fyrir þjóðflutningaöld, og kemst að þeirri niðurstöðu
að bæði þjóðfélögin einkennist ekki aðeins af heilögu konungdæmi
heldur líka af því að konungurinn var að vissu leyti háður þingi -
29 Tímarit Máls og menningar 49 (2. hefti 1988), bls. 242^17; sjá bls. 243.