Skírnir - 01.09.1991, Síða 95
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
357
standa þar, „meðan strönd þolir, /[...] hjá þyrni og mosa vaxinn“,
það skýtur á hann skýja gráti, og hvorki hold né klæði hlýjar
honum.
Einnig má segja að þessi umskipti, sem vísur trémannsins kalla
fram á svo áhrifaríkan hátt, endurspeglist í viðurnefnum sona Loð-
bróku. Það er enginn vafi á því að viðurnefni Björns, járnsíða, vísar
til nýja lífsháttarins, þeirrar járnaldar sem víkingaöldin hefur inn-
leitt. Viðurnefni Ivars, beinlaus eða beinlausi, hefur valdið fræði-
mönnum miklum örðugleikum,32 og að mínum dómi hefur það
aldrei verið skýrt á sannfærandi hátt. Ekki alls fyrir löngu benti
landi minn og vinur, Richard Perkins, mér á bók eftir Norðmann,
Svale Solheim, Nemningsfordomar vedfiske (Oslo 1940), þar sem
skýrt er frá því, hvernig norskir sjómenn nota orðin Ivar beinlaus
(eða Eivind beinlaus) sem tabú-umorðun um vindinn. Þeir álíta
það slæman fyrirboða eða óhappahlut að nefna vindinn réttu nafni,
og Ivar beinlaus er eitt þeirra nafna sem hægt er að nota í staðinn.33
Síðan höfum við Ríkharður komist að því að þetta orðtak er einnig
notað í Færeyjum um vindinn, og líka um dragsúg.34 Mér þætti
gaman að vita, hvort þetta orðtak sé eða hafi nokkurn tíma verið
notað í slíkri merkingu á Islandi. Solheim minnist hvorki á Ragnars
sögu né á Ragnar loðbrók í þessu sambandi, en athyglisvert er að í
frásögn Saxa hins málspaka um Ragnar loðbrók í Gesta Danorum,
bók nr. 9, hefur annar sonur Ragnars, Eiríkur, viðurnefnið veður-
höttur eða vindhöttur (Ventosi Pillei)?5
Við Ríkharður erum nú að kanna í sameiningu þann möguleika
að upphafleg merking viðurnefnisins hafi verið „vindur". Ef svo
væri, þá gæti viðurnefnið þýtt að ívar væri svo mikill sjómaður að
hann gæti keppt við og sigrað vindana. Hér má minnast þess að í
32 Sjá t.d. Saxo Grammaticus, tbe history of the Danes, Books I-IX, Volume II:
Commentary, Hilda Ellis Davidson & Peter Fisher, Cambridge 1980, bls.
153-54.
33 Svale Solheim, Nemningsfordomar ved fiske, Oslo 1940, bls. 104-06.
34 Sjá Dictionarium Fceroense. Fœrosk-dansk-latinsk ordbog af J.C. Svabo, udgivet
efter hándskrifterne af Chr. Matras, I, Ordbogen, Færoensia: textus & investi-
gationes, Vol. VII, Kobenhavn 1966, dálk 40 (undir Bajnlejsur), og M.A. Jacob-
sen og Chr. Matras, Faroysk-donsk orðabók [...], 2. útgáva [...], Tórshavn 1961,
bls. 23-24 (undir beinleysur).
35 Sjá Saxonis gesta Danorum ... ediderunt T. Olrik & H. Ræder, Tomus I, Hauniæ
1931, bls. 260.