Skírnir - 01.09.1991, Síða 96
358
RORY McTURK
SKÍRNIR
Ragnars sögu berst hann þrisvar sinnum við, og sigrar að lokum,
kúna Síbylju - en það nafn kann að vísa til byljandi hávaða vinds-
ins, eða til bylsins. Viðurnefni Ivars í merkingunni „keppinautur
vindanna" eða „sæfari" myndi þá hæfa hugmyndaheimi víkinga-
lífsins ágætlega, rétt eins ogjárnsíða, viðurnefni Björns. Hins vegar
er því ekki að neita að vindurinn hefur líka tengsl við frjósemi:
hann getur bæði eflt og hindrað grósku jarðarinnar, og að þessu
leyti má líta á hann sem fulltrúa himinguðsins, sem frjósemis-
gyðjan verður að sætta sig við og giftast. Við Ríkharður eigum
eftir að skera úr um þessa og aðra möguleika.
Að lokum vil ég víkja dálítið að viðurnefni Sigurðar, þ.e.a.s.
ormur-í-auga. Hér hafa fræðimenn líka komið með alls konar
tillögur,36 en engin þeirra er að mínu áliti fullnægjandi. Áður en ég
fer að glíma við sjálft viðurnefnið, vísa ég aftur til þeirrar túlkunar
orðsins svarðmerðlingar, sem ég varpaði fram áðan: „kvenhattar-
menn“. Þegar ég kom fyrst fram með þessa tillögu mína opinber-
lega, í fyrirlestri sem ég flutti á ráðstefnu í Spoleto árið 198 8,37 gaf
Stefán Karlsson sig á tal við mig og taldi hugsanlegt að svarð-
mörður gæti verið kenning um orm eða slöngu. Ef svo væri myndi
svörður þýða „gras“ en ekki „hár“. Ég var náttúrlega tregur að
hafna minni eigin hugmynd þá og er það enn; en eftir að hafa
hugsað um skoðun Stefáns og sérstaklega eftir að hafa lesið grein
Svövu í Skírni, hef ég velt fyrir mér hvort viðurnefni Sigurðar hafi
tengsl við frjósemi eða við þess konar heilagt brúðkaup sem Svava
lýsir. Eins og við höfum séð, bendir Svava á að brúðkaupið á sér oft
stað neðanjarðar, í sal eða hofi sem erfitt er að komast inn í og út
úr. í Snorra Eddu breytir Óðinn sér í ormslíki til þess að fá aðgang
að Gunnlöðu; og Svava spyr hvort „jarðarormur" gæti verið merk-
ing Loddfáfnis, þ.e.a.s. nafnsins á Óðni í þeim hluta af Hávamálum
36 Sjá t.d. Saxo Grammaticus ..., Volume II: Commentary, Hilda Ellis Davidson ...
(sbr nmgr. 32), bls. 154.
37 Þessi fyrirlestur minn hefur síðan birst sem grein („The poetic Edda and the
appositive style“) í Poetry in the Scandinavian Middle Ages. The Seventh
International Saga Conference, Spoleto, 4-10 September 1988. Atti del 12.
Congresso internazionale di studi sull’alto medioevo, Spoleto 4-10 settembre
1988 (edited by Teresa Pároli), Spoleto 1990, bls. 321-37. Benda má á að í þessari
bók hafa einnig birst greinar um Völuspá eftir Jenny Jochens og Helgu Kress,
með niðurstöðum sem bera má saman við athugasemdir mínar að ofan.