Skírnir - 01.09.1991, Page 97
SKÍRNIR
LOÐBRÓKA OG GUNNLÖÐ
359
sem heitir Loddfáfnismál og sem kemur strax á eftir þeim erindum
Hávamála sem greina frá Gunnlöðu. Það er varla hægt að tala um
orma í sambandi við írsku heimildirnar, af þeirri einföldu ástæðu
að ekki er gert ráð fyrir tilvist orma á Irlandi í sögnum þaðan; en í
þessu sambandi, þegar hún fjallar um grafhauga á írlandi, sem
tengjast trú á huldufólk, kemst Svava svo að orði: „Haugar þessir
minna á ‘jættestuer’ á Norðurlöndum þar sem gengið er eða skriðið
inn um þröng göng sem opnast inn í hvelfdan steinsal".38 Þegar
lesið er orðið skriðið verður manni strax hugsað til orma!
Svava gerir ákveðinn greinarmun á Hávamálum og Snorra Eddu
að því er varðar Gunnlöðu og er þeirrar skoðunar að vitneskja
Snorra um konungsvígslusiðinn sé „afar takmörkuð", eins og hún
orðar það. Samt viðurkennir hún að Snorri hafi skotið inn í goð-
söguna „sagnaleifum um „konunglegt brúðkaup" Gunnlaðar og
Óðins“.39 Fyrir konunginum felur heilaga brúðkaupið í sér bráða-
birgðainngöngu í annan heim, veröldina fyrir handan, þar sem
ódáinsveigin finnst; og Hnitbjörg, klettarnir sem skella saman,
tákna hið hárfína bil milli lífs og dauða, og hið sama gildir um opið
þrönga sem Óðinn skríður í gegnum í ormslíki. Auga þarf ekki
alltaf að þýða: „það líffæri, sem maður sér með“; það getur líka
þýtt „gluggi“, „hol“ eða „op“, eins og orðin vindauga, kamars-
auga, og í nútímaíslensku kýrauga, sýna. Það er í ljósi slíkra
hugsana, kannski, að við ættum að reyna að útskýra viðurnefnið
ormur-í-auga.
Ritgerð þessi er að stofni til fyrirlestur sem ég flutti i Odda á vegum
Félagsvísindadeildar Háskóla íslands þann 21. september 1989. Sérstakar
þakkir kann ég Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, sem bauð mér að halda fyrir-
lesturinn; Haraldi Ólafssyni, fyrir skemmtilegan inngang að honum; og
Svövu Jakobsdóttur, sem að loknum fyrirlestrinum varpaði fram ýmsum
fyrirspurnum og athugasemdum sem mér hafa verið til mikils gagns. Eg vil
líka þakka Þorbjörgu Jónsdóttur, Elísi Guðnasyni, Ingibjörgu Gunnars-
dóttur og Sigmundi Guðmundssyni fyrir aðstoð við notkun íslensks máls
í þessari grein. Þær villur, sem enn kunna að leynast í henni, eru mér
einum að kenna.
38 Sjá grein Svövu í Skírni 1988 (sbr. nmgr. 28), bls. 227.
39 Sama rit, bls. 241.