Skírnir - 01.09.1991, Page 99
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
361
enskum lögum þegar hann lagði sitt af mörkum í baráttunni fyrir
sjálfræði íslensku þjóðarinnar; hann þýddi merk ensk rit (þar á
meðal Bœnakverib) á dönsku; hvað einkalífið varðar þá gaf hann
hverju barna sinna að minnsta kosti eitt enskt (eða skoskt) nafn; níu
ára að aldri hafði dóttir Þorleifs lesið flest verka Shakespeares og
þýðingu Alexanders Pope á Ilíonskviðu Hómers; heima við talaði
hann eingöngu á ensku við börnin sín fjögur; kona hans var grafin í
Richmond í Norður-Yorkshire; og eldri dóttirin, Anna, giftist inn í
enska fjölskyldu, Orde-fjölskylduna í Alnwick í Northumberland,
en nokkrir meðlima hennar áttu þess kost að vera staddir í
Hólavallagarði 6. júlí 1989 (á fæðingardegi Þorleifs) þegar minnis-
varði um þennan einstaka mann í sögu breskra og íslenskra mál-
vísinda var afhjúpaður.1 2 3 Hér verður einungis leitast við að kanna
einn einkennandi og dæmigerðan þátt, áður óræddan, í starfi
Þorleifs í þágu málvísinda meðan hann var búsettur í Bretlandi:
enska endurgerð (,,adaptation“) hans á efni úr Fareyinga sögu.4
II
I vissum skilningi má segja að greinargerð um starf Þorleifs sem
málvísindamanns á öndverðri nítjándu öld, hvort heldur í Bretlandi
eða síðar í Kaupmannahöfn, sé ekki líkleg til að hvetja starfsbræður
hans á ofanverðri tuttugustu öld til dáða, þótt hún gæti ef til vill
kennt þeim að þakka sínum sæla. Þegar þrálát berkjubólga dró
Þorleif til dauða í Kaupmannahöfn kuldaveturinn 1857 var hann
orðinn persónugervingur þeirra örlaga sem voru gjarnan fylgi-
fiskur þess að helga sig málvísindum (eins og þau voru þá skil-
greind í víðum skilningi) á þeim tíma: þrúgandi fátækt í samíloti
með niðurlægjandi firringu andans. Bæði meðal kennara Þorleifs í
1 Sjá frétt í Þjóðviljanum, 19. júlí 1989.
2 Eldri útgáfur af þessari ritgerð voru í formi fyrirlestra hjá Viking Society for
Northern Research við University College í London í nóvember 1989 og við
Háskóla íslands í maí 1990 í boði Stofnunar Sigurðar Nordal. Þá hef ég skrifað
grein um Repp og Fxreyingasögu í Saga-Book 23, 1991. ítarlegri umfjöllun um
starf Þorleifs sem málvísindamanns í Bretlandi er væntanleg í Studia Islandica:
The Anglo Man: Þorleifur Repp, Philology and Nineteenth-century Britain
(Reykjavík 1991).