Skírnir - 01.09.1991, Síða 100
362
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
Kaupmannahöfn5 og síðar meðal starfsbræðra hans og tungumála-
nema á Bretlandsárunum6 (1821-22, 1826-37) voru menn sem
töldu hann í hópi lærðustu manna Evrópu. En það hefur verið
honum lítil huggun gegn eymd síðustu ævidaganna í Kaupmanna-
höfn, fjarri föðurlandi sínu og ekki ætlað að líta það aftur.
Nauðbeygður mátti hann búa við þröngan kost í landi með laga-
bókstafi og menningarumhverfi sem hann hafði fengið megnustu
óbeit á, eins og fleygar háðsglósur hans vitna um.
Orbirgð Þorleifs varð einnig fleyg; það var Benedikt Gröndal
sem bjó til máltækið að vera bláfátœkur eins og Repp.7 Fátæktina
ber oft á góma í bréfum hans til Önnu8 dóttur sinnar í Englandi -
„enga hef ég kennsluna, fátt að þýða,“9 var alltof algeng um-
kvörtun - og að vissu marki mátti jafnvel rekja þessar fjárkröggur
til áhugans og umhyggjunnar fyrir Bretlandi - „ég var merktur
Englandsmaður í Danmörku; ég hef þurft að gjalda svolítið fyrir
Englands-ástríðuna“.10 Hann reiddi sig á tekjur af kennslu og
þýðingum, en sú tilhneiging hans að tala fra et Engelsk standpunkt
(ásökun hneykslaðs bréfritara í dagblaðinu sem Repp stofnaði og
ritstýrði í Kaupmannahöfn)11 féll ekki í góðan jarðveg hjá
hugsanlegum viðskiptavinum í borg sem hinir Engelske höfðu
5 Certificates in favour of Mr Thorleif Gudmundson Repp, A.M., Fellow of the
Society of Scottish Antiquaries, of the Royal Society of Antiquaries of Copen-
hagen, of the Icelandic Literary Society, & c. (Edinborg [1834]), bls. 3-7.
6 Certificates (1834), bls. 8-16.
7 Benedikt Gröndal, Sagan af Heljarslóðarorrustu (Kaupmannahöfn 1861 [1971
útg.]), bls. 64.
8 Rosa Anne Elizabeth Saga var elsta dóttir Þorleifs Repps. Hún dvaldi í Englandi
hjá vini hans, málvísindamanninum Ralph Carr í Alnwick í Northumberlandi,
en giftist síðan inn í nágrannafjölskyldu, Orde-fjölskylduna.
9 Setning úr bréfi Þorleifs til Onnu, dagsettu 12. febrúar 1854 í Lbs MS Repp
Acc. 6/7/89 fol. Þetta safn handrita var í vörslu Orde-fjölskyldunnar (sbr.
neðanmálsgrein 8) allt til 1989 að það var afhent Landsbókasafni íslands. Uppi-
staðan í safni gagna Þorleifs er í Lbs MSS ÍB 88-90 fol. Fyrir utan að mestu til-
viljanakennda röðun í kassa eru einstök handrit ómerkt; þar af leiðandi verður
ekki reynt að númera einstök skjöl í þessari grein. Allar staðhæfingar án sér-
stakra neðanmálsvísana eiga rætur sínar að rekja til skjala í Lbs MSS ÍB 88-90
fol.
10 Úr bréfi Þorleifs til Ralps Carr, 13. apríl 1837; Lbs Repp MS Acc. 6/7/1989 fol.
11 Tiden, 120, 10. janúar 1849. Bréfritarinn heldur áfram: „Hans Orde
engel[s]k Lords“.
som en