Skírnir - 01.09.1991, Qupperneq 101
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
363
herjað svo óþyrmilega á 1807. En rætur vandans lágu dýpra hjá
Þorleifi; þær mátti rekja til hins flókna persónuleika Islendingsins -
hann var atorkusamur, leitandi, hnyttinn, viðfelldinn og duttlunga-
fullur, en einnig tortrygginn þráhyggjumaður, hefnigjarn, ung-
gæðingslegur, meinfýsinn og meinyrtur. Eins og margur merkis-
maðurinn í hinum „helgu ritum“ (þannig leit hann á þau)12, Islend-
ingasögunum, var Þorleifur ódœll maðr.
Slík atriði auðvelda okkur að sjá Þorleif Repp í bresku sam-
hengi, útlagann í Kaupmannahöfn, Bretlandsvininn sem var að-
stoðarbókavörður við Advocates-bókasafnið í Edinborg í tíu ár.
Eins og síðar mun koma í ljós eru þau einnig nauðsynlegur bak-
grunnur fyrir aðalviðfangsefni þessarar greinar - tengsl Þorleifs
Repps við Fœreyinga sögu. Meðan Þorleifur starfaði í Edinborg,
kannski um 183213, útbjó hann óprentaða endursögn á ensku,
fimm quarto blaðsíður að lengd, úr efni sem nú mundi álitið
fimmti kafli sögunnar. Um svipað leyti vann hann lengri (tuttugu
og sjö quarto síður) og mun frjálsari þýðingu á 4.-7. kafla og
nefndi það verk „Sigmund Bresterson (A Tale)“, en það er sömu-
leiðis ófrágengið og óprentað. Tilvist þessara áður órannsökuðu14
gerða15 vekur ýmsar spurningar: af hverju var Þorleifur í Edinborg;
af hverju réðst hann í þessar merkilegu endurgerðir Færeyinga sögu
á ensku; og hvað er merkilegt við þær?
12 Þorleifur tekur oftar en einu sinni svo til orða; sjá til dæmis tilvísun hans til
íslendingasagna í ritgerð sinni um enska miðaldakvæðið Havelok the Dane, Lbs
MS ÍB 90c fol.
13 Pappírinn er vatnsmerktur „Collins 1826“, en stundum var töluvert ósamræmi
milli dagsetningarinnar á pappírnum og tímans sem Þorleifur notaði hann.
Hvatinn að vinnu Þorleifs með Fœreyinga sögu í Edinborg gæti hafa verið að
þangað barst eintak af nýútgefinni bók, Fœreyínga saga eller Fcemboemes historie
(Kaupmannahöfn 1832), ritstj. C.C. Rafn. Hugsanlegt er að endurgerð Þorleifs
hafi verið unnin fyrr — efnið í endurgerðina á Fareyinga sögu hafði legið fyrir í
prentuðu formi frá því Sveinbjörn Egilsson [o.fl.] gaf út Fornmanna sögur
(Kaupmannahöfn 1825-37: II [1826], 91-5).
14 Lbs MS JS 106 4to; Thomas Hansen Erslev, Forfatter-Lexicon (Endurbætt
útgáfa, Kaupmannahöfn, 1884), bls. 664-6; Donald K. Fry, Norse sagas trans-
lated into English: a bibliography (New York 1980).
15 Báðar í Lbs MS ÍB 90a fol.