Skírnir - 01.09.1991, Síða 102
364
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
III
Þa3 er um langan veg að fara frá fæðingarstað Þorleifs í Arnes-
sýslu til Edinborgar, en þó var eins og ekkert gæti komið í veg
fyrir stiklur hans úr einum stað í annan. Það var óhjákvæmilegt að
greindur prestssonur af sunnanverðu íslandi héldi til náms við hinn
ágæta Latínuskóla á Bessastöðum um 1810; það var óhjákvæmilegt
að hæfileikaríkur Bessastaðastúdent freistaðist til að halda til há-
skólanáms í Kaupmannahöfn. Vísindi voru þungamiðjan í lífi
Þorleifs fyrstu árin í danska höfuðstaðnum og það var sem
„Stud.Med.“ að hann gekk í Hið íslenska bókmenntafélag árið
1816 (faðir hans gekk í félagið á sama tíma).16 Ahugi Repps á bók-
menntum og málvísindum jókst fyrr en varði og beindist einkum
að breskum bókmenntum.17 Svo mikill var áhuginn að heimsókn
til Bretlands varð óhjákvæmileg - og það fyrr en síðar. Þorleifur
fór fyrst til Englands 1821 og virðist þeirri heimsókn hafa verið
komið í kring af hinum æruverðuga sendiherra Bretlands í Kaup-
mannahöfn, Augustus Foster18, en gamall skólafélagi Fosters úr
Eton, þingmaðurinn David Ker, varð málvísindamanninum unga
haukur í horni.19 Eiginkona Kers var systir forsætisráðherrans,
Castlereaghs lávarðar, og margar samtengdar dyr biðu þess að
ljúkast upp þegar Repp bæri að garði í enska höfuðstaðnum.
Þorleifur fór svo fyrirhugaða ferð til Lundúna, bjó í Battersea
og umgekkst fyrirfólk áður en hann sneri aftur til Kaupmanna-
hafnar 1822 til að ljúka námi og auka frekar hróður sinn sem
málvísindamanns. Með því undirbjó hann betur jarðveginn fyrir
örlagaríka og óhjákvæmilega atburðarás. Arið 1825 var Advocates-
bókasafnið í Edinborg á hnotskógi eftir nýjum aðstoðarbókaverði
og þar eð fyrstu málaleitanir við Rasmus Rask reyndust árangurs-
16 Islenzk sagnablöð I (Kaupmannahöfn 1817), bls. xi.
17 Sjá MS Lbs IB 89b fol., litla minnisbók þar sem skráðir eru í stafrófsröð yfir 150
titlar, ríflega helmingur enskar bækur, allar útgefnar fyrir 1820. Það er ólíklegt
að um sé að ræða bækur í eigu Repps, en þær gætu vel hafa verið fengnar að láni
á góðu bókasafni sem hann hafði aðgang að í Kaupmannahöfn.
18 Sbr. Anna Agnarsdóttir, „Irskur svikari ræðismaður á Islandi“, Ný Saga, 1
(1987), bls. 4-12, á bls. 10.
19 Lbs MS JS 96 fol., bréf frá Þorleifi til Birgis Thorlacius 1822.