Skírnir - 01.09.1991, Qupperneq 104
366
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
að fjármagna leiðangur til „að kanna eðlisþætti tungumála sígauna
og Kákasusbúa“; kennsluefni handa nemendum (eða kannski í
sumum tilfellum handa honum sjálfum) í grísku, latínu, ítölsku,
frönsku, hebresku, gelísku, finnsku, ungversku, arabísku, dönsku,
íslensku, sænsku - og rúnaletri. Hvarvetna hefur hann hripað niður
hugdettur, hæðnisglósur, ljóð, drög að leikritum. Og alls staðar
sjást merki um ofurást hans á upptalningum, hvort sem um var að
ræða péttneska kónga eða fléttur Boccaccios, að ógleymdum upp-
talningum hans á eigin ritverkum - til eru mörg hreinrituð eintök af
ritverkaskrá Þorleifs, skrifuð á mismunandi stigum ferilsins, og í
ljósi alls þess sem nú er vitað um þennan Islending bera þau yfir-
gengilegri sjálfhverfni hans glöggt vitni. Er engu líkara en hann hafi
verið haldinn þrálátri þörf fyrir að styrkja sjálfsvirðingu sína með
því að tíunda í sífellu afrek sín á fræðasviðinu.
Þrjú viðfangsefni hafa sérstakt vægi í höfundarverki Þorleifs og
varpar hvert þeirra um sig ljósi á viðbrögð hans við Fœreyinga
sögn. Fyrst ber að nefna að hann var dyggur stuðningsmaður nýju
samanburðarmálfræðinganna - sér í lagi Sir Williams Jones,
Henrys Thomas Colebrook, Franz Bopp, Jakobs og Wilhelms
Grimm og Rasmusar Rask.23 Hann heillaðist af þeirri opinberun
að bakvið tilviljanakenndan ys og þys tungumála heimsins leynd-
ust mynstur, regla, samhengi og fyrirsjáanleg ferli - að hvert
tungumál fyrir sig skipaði rúm í skýrgreinanlegum samanburðar-
ramma málvísindanna. Dæmigerð er skoðun hans á verkum læri-
meistara síns, Rasmusar Rask:
Hér byrjum við að greina í máli manna sömu tengslin, sömu náttúru-
lögmálin, sömu fegurðina og samræmið og vísindin hafa uppgötvað í
tónlist, í gangi himintunglanna, í sköpulagi skordýrs jafnt sem fíls. Fyrri
málfræðingar bættu flestir steini við Babelsturninn og juku á ringulreiðina.
Rask fjarlægði hroðann og hreinsaði rústirnar og getur nú sýnt ykkur,
ekki með óljósum draumórum eða ógrunduðum kenningum, heldur með
óvefengjanlegum staðreyndum, að þessi þjóð talaði svona vegna þess að
foreldrarnir töluðu svona, en þó öðruvísi, og að afkomendurnir töluðu
líka svona, þótt með öðrum hætti væri.24
23 Sjá Hans Aarsleff, The study of language in England 1780-1860 (Endurskoðuð
útgáfa, Minneapolis og London 1983).
24 MS Lbs IB 89a fol., drög að fyrirhuguðu námskeiði í „Málvísindum".