Skírnir - 01.09.1991, Page 105
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
367
Repp var sannfærður um að aðferðafræði samanburðarmálfræð-
innar hefði mun víðari skírskotun - „framtíð og ástand jarðar-
kringlunnar", hvorki meira né minna, gæti verið í húfi ef sam-
bærileg aðferðafræði yrði ekki þróuð innan stjórnmálafræðinnar
og samanburðartrúfræðinnar. Að mati Þorleifs „verður saga
tungumálsins að teljast pólstjarna mannkynssögunnar".25 Það var
sökum þess hve gríðarlega mikilvæg honum þóttu þessi mál sem
hann brást svo illa við fordæmi Oxford-háskólans á þessum
sviðum og fannst það algjörlega óafsakanlegt:
í Oxford ætti, að minnsta kosti, að stunda gaumgæfilegar rannsóknir á
sögu og uppruna enskrar tungu; þær heimildir sem eingöngu er að finna í
Oxford yrðu gerðar aðgengilegar og þekktar [...] Við því er eðlilega búist
að í Oxford séu varðveitt fleiri engilsaxnesk handrit en á svo til nokkrum
öðrum stað [...] en hver les, hver skoðar, hver sér um útgáfu þeirra [...] Er
það svo sjálfgefið að danskur fræðimaður [Rask] skuli hafa afrekað mun
meira á þessu sviði - þrátt fyrir mjög takmarkaðan aðgang að frum-
heimildum - en allir fræðimenn í Oxford á 19. öld.26
Það eina sem Þorleifur sá og heyrði frá Oxford var fáránlegt (og
ógrundað) stærilæti, takmarkalaus sjálfumgleði og yfirþyrmandi
og einskis nýtt yfirlæti - „þolinmæði og þrautseigja nægja
mönnum til þess að öðlast heiðursnafnbót Oxford-háskóla -
lærdómurinn einn getur tryggt þýskum fræðimönnum slíka
nafnbót". Háskólinn var, með hans orðum, orðinn „vöruhús allrar
mannlegrar þekkingar - í eigu nirfils".27 Engin furða þótt Þorleifur
kysi fremur að fara til Edinborgar.
Annað vitsmunalegt forgangsverkefni hjá Þorleifi var að
útbreiða fornaldar frœgb Islands, svo notað sé orðalag manns sem
síðar varð starfsfélagi hans í Kaupmannahöfn, Jónasar Hall-
grímssonar. Hann minntist tilkomumikilla örlaga þeirra sem tapað
höfðu orustunni í Hafursfirði og námu síðan land á Islandi - þeir
voru „afsprengi Guðanna“28, hið „lífseiga blóm norsku höfðingj-
25 Sama heimild.
26 Ritgerð í Lbs MS ÍB 90b fol.
27 Lbs MS ÍB 88b fol.
28 Þorleifur Guðmundsson Repp, An historical treatise on trial hy jury, wager of
law, and other co-ordinate forensic institutions formerly in use in Scandinavia
and in Iceland (Edinborg 1832), bls. 254. Blaðsíðutöl sem tilgreind eru í þessari
efnisgrein vísa til þessarar útgáfu.