Skírnir - 01.09.1991, Side 107
SKlRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
369
henni fegins hendi, menn eins og John Pinkerton, öfgafullur
andstæðingur Kelta. Fyrst hafi farandhermennirnir verið kallaðir
piktar, síðan vikar (í Noregi) og loks aftur pik(t)ar í Skotlandi:
Og þetta virðist vera athyglisvert dæmi um áhrif loftslags á tungumál; því
P og W eru opnustu varahljóðin; og V er næstum lokað. Þau fyrrnefndu
krefjast þess að munnurinn sé opinn; það síðara má mynda með nánast
lokuðum munni, sem gerði það að ákjósanlegum staðgengli í kuldum
Skandinavíu, þar sem fólk var, og er, mikið fyrir kokhljóð og tannhljóð.
Talfærin stífnuðu og herptust af völdum veðurfarsins; og kuldinn varð til
þess að fólk hafði munninn lokaðan ef kostur var.29
Við megum ekki láta yndislegan fáránleik kenningarinnar (Sir
Walter Scott sendi hana hæðnislega til föðurhúsanna) blinda okkur
fyrir segulmagni hennar á Skotlandi upplýsingarinnar.30 Þorleifur
var vissulega áfjáður í að kanna áhrif hennar á bókmenntir og
málvísindi,31 engu síður en landi hans Grímur Thorkelín áður.
Þriðja meginviðfangsefnið í ritum Þorleifs var dómsmál og
kviðdómar. Ritgerð Þorleifs um „réttarhald með kviðdómi, eiða og
aðrar tengdar réttarvenjur sem áður tíðkuðust í Skandinavíu og á
Islandi",32 sem er skreytt fjölda dæma úr íslenskum fornsögum, er
undanfari kosningaávarps til sveitunga í Arnessýslu 1849.33 Hann
ber saman hin ósveigjanlegu dómskerfi Danaveldis (sem höfðu
pólitísk og efnahagsleg áhrif) á öndverðri nítjándu öld og meðferð
29 John Pinkerton, An enquiry into the history of Scotland preceding the reign of
Malcolm III. 2 bindi (London, 1789), bls. 354.
30 Sjá John Jamieson, An Etymological Dictionary of the Scottish language
(Edinborg, 1808), I, 1-46; Hermes Scythicus, or the radical affinities of the Greek
and Latin languages to the Gothic (Edinborg, 1814), á víð og dreif; E.H.
Harvey-Wood, Letters to an antiquary. The literary correspondence of G.J.
Thorkelin (1752-1829). Óprentuð doktorsritgerð, Háskólinn íEdinborg 1972,1.
bindi, 183-228.
31 Hætt er við að frjálslyndir skoskir stjórnmálamenn hefðu ekki verið eins hrifnir
af áköfum stuðningi Þorleifs við þá hugmynd að enskir munkar staðsettir á
Þingeyrum væru ábyrgir fyrir ritun íslenskra fornsagna, svo sem Sögu JátvarSar
hins helga (sbr. grein undir nafninu „The Origins of Icelandic literature" í Lbs
MS Repp Acc. 6/7/1989 fol.).
32 Historical Treatise on trial by jury, wager of law, and other co-ordinate forensic
institutions formerly in use in Scandinavia and Iceland (Edinborg, 1832).
33 Sjá afrit í Einkaskjölum E 182, Þjóðskjalasafn íslands; einnig Páll Eggert Ólason,
„Um Þorleif Guðmundsson Repp“, Skírnir (1916), bls. 121-57, á bls. 151-2.