Skírnir - 01.09.1991, Síða 108
370
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
dómsmála á Bretlandi, sem honum þótti til fyrirmyndar, enda
byggð á fornum norrænum grunni sem ætti að vera undirstaða
endurbóta á íslensku dómskerfi, en það var að hans mati að kikna
undan annarlegum kvöðum danskra. Til að sýna í hnotskurn um
hvað málið snerist býður Þorleifur kjósendum að bera saman
gróskumikið mannlíf Hjaltlandseyja (með vaxandi íbúafjölda) og
dapurlega hnignun efnahags og samfélags meðal nágrannanna í
Færeyjum, sem minni nú í engu á (gæti hann hafa bætt við) hið
þróttmikla og ögrandi samfélag Þrándar og Sigmundar Brestis-
sonar.
Þessi viðhorf og viðfangsefni - samanburðarmálfræðin, hrifning
á vísindalegu mynstri, stoltið yfir forníslenskri menningu, sér í lagi
íslensku máli og bókmenntum, og breska dómskerfið - birtast æ
ofan í æ í skrifum Þorleifs á Edinborgarárunum og eru líkleg til að
varpa skugga á þýðingu hans á Færeyinga sögu. En það er líka
annað sem varpar skugga á hana: eitt af eftirlætis viðfangsefnum
Þorleifs Repp er Þorleifur Repp. Þegar hefur verið getið ánægju
hans af að endurskoða og hreinrita eigin ritverkaskrá, en sjálf-
umgleðin sem hann ól með sér virðist hafa rist enn dýpra. Greinar
hans í Penny Cyclopœdia árið 183 3 34 eru til frekara marks um það:
lýsingu hans á Advocates-bókasafninu (I, 135-6) má lesa sem lítt
dulbúna útlistun á óánægju hans þar. Umfjöllun hans um Alfreð
mikla (I, 318-22) er ekki einungis óvenju hliðholl víkingum, heldur
er þessi engilsaxneski konungur hlaðinn lofi fyrir sömu eiginleika
og Þorleifur lagði metnað sinn við, einkum þroskaða tungu-
málahæfileika, og fyrir viðhorf sem voru Repp þóknanleg, svo sem
stuðning við erlenda fræðimenn í Bretlandi.
IV
Ein augljós ástæða þess að hann laðast svo mjög að hugmyndum
um dómsmál, vísindaleg mynstur og landvinninga í íslenskum
menningarmálum þegar kemur fram undir 1830, er sú að fljótlega
hafði komið á daginn að þessi atriði voru ekki í hávegum höfð á
34 The Penny Cyclopœdia of the Society for the diffusion of useful knowledge
(London, 1833-58), 30 bindi.