Skírnir - 01.09.1991, Síða 109
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
371
vinnustað hans, Advocates-bókasafninu. Nánast frá upphafi hafði
Þorleifur átt í alvarlegum útistöðum við yfirboðara sinn, David
Irving yfirbókavörð. Eins og svo oft þegar slíkt hendir innan
stofnana var það smávægilegt atvik sem leiddi til þessarar átta ára
baráttu í anda Eddukvæða. Hér var aðeins um að ræða
persónulegan ágreining hafinn upp í heilög átök um drengskap, en
atburðarásin varpar ljósi á þá vinnu sem hinn sjálfhverfi Þorleifur
lagði í Fareyinga sögu. Þorleifur hafði brugðist trúnaði eftir að
Irving hafði treyst honum fyrir lítilsigldu leyndarmáli um sam-
starfsmann þeirra; Irving umhverfðist af bræði, sakaði aðstoðar-
bókavörð sinn um „algjöran skort á siðferðiskennd“ og „lúaleg og
niðurlægjandi svik“35 og leitaði eftir það leiða til að fá hann rekinn.
Þorleifur svaraði með því að gefa út og dreifa ítarlegri ræðu til
varnar stöðu sinni á bókasafninu36 og hnykkti þannig á ófriðnum
sem átti eftir að ríkja milli bókavarðanna tveggja til 1834.
Illindin gátu blossað upp í hlægilegustu myndum, eins og
dæmið um nafnlausu ítölsku vísuna sýnir. Þorleifur hafði látið
afrita meiðandi ljóðlínur úr Orlando Furioso eftir Ariosto og koma
fyrir á skrifborði Irvings á bókasafninu;37 Irving las þær og varð að
vonum öskuvondur; staðið var fyrir umfangsmikilli rannsókn til að
hafa uppi á sökudólgnum og svarf til stáls jólin 1930. Þorleifur var
að undirbúa erindi38 fyrir fund í félagi skoskra fornminjasafnara
um orðsifjar orðatiltækisins „hogmanay, trollalay“ sem hann rakti
á listilega ósannfærandi hátt til forníslensku orðasambandanna
haugmenn á, tröll á læ [góðar fjallavættir um allan aldur, tröllin í
sjóinn]. Hinir íhaldssömu stjórnarmenn safnsins vörðu ekki dög-
unum fyrir hogmanay-hátíðahöldin 1830 til að íhuga orðsifjar
áramótakveðjunnar, heldur leituðu dyrum og dyngjum að staðar-
35 National Library of Scotland Advocates MS F.R.342, Athugasemdir Irvings,
„Notes on the „Memorial of Thorl.Gudm.Repp““.
36 Þorleifur Guðmundsson Repp, Unto the Honourable the Dean and Faculty of
Advocates the Memorial of Thorl.Gudm.Repp. (Edinborg 1828).
37 Nákvæma lýsingu á atvikinu er að finna í National Library of Scotland
Advocates MS F.R.122, bls. 51-67.
38 Þorleifur Guðmundsson Repp, „On the Scottish formula of congratulations on
the New Year’s Eve, „Hogmanay, Trollalay““ (Um skosku aðferðina við að
óska gleðilegs árs, „Hogmanay, Trollalay"), Archœologia Scotica, 4, (1831),
202-12.