Skírnir - 01.09.1991, Page 111
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
373
gerðir á þessum óróasömu lokaárum við safnið. Þegar jafn sjálf-
hverfur maður og Þorleifur er annars vegar er ótrúlegt að um
hreina tilviljun sé að ræða. Áhugi Repps á Fœreyinga sögu er vissu-
lega liður í krossferð hans fyrir íslenska tungu og bókmenntir, en
erfitt er að verjast þeim grun að hann sé einnig í krossferð í eigin
þágu.
I 4.-7. kafla Færeyinga sögu segir frá þeim örlagaríku atburðum
sem gerast á haustblótinu hjá hinum auðuga Hafgrími í Suðurey.
Tveir af fylgdarmönnum hans, Eldjárn og Einar, eigast þar við í
hefðbundnum leik, mannjöfnuði, og er tekist á um kosti Hafgríms
annars vegar (hann er lofaður af Eldjárni) og sona Sigmundar í
Skúfey, Brestis og Beinis hins vegar (lofaðir af Einari). Mönnum
hitnar í hamsi, Eldjárn lýstur Einar sem að bragði veitir Eldjárni
banasár, en Einar leitar hælis hjá frænda sínum Sigmundi og sonum
hans, Bresti og Beini. Um veturinn fer Hafgrímur til Skúfeyjar og
óskar sjálfdæmis gegn Einari. Brestir Sigmundsson, lögfróður
maður, fer með mál Einars og hafnar kröfu um sjálfdæmi og ónýtir
málið á Straumseyjarþingi. Eftir þessa háðung heita þeir hefndum,
Hafgrímur og menn hans, Þrándur og Bjarni. Nokkru síðar sitja
þeir fyrir Bresti og Beini og tveimur sonum þeirra. Hafgrímur og
Brestir berast á banaspjót, Beinir fellur líka. En Þóri syni Beinis og
Sigmundi Brestissyni er þyrmt; þeir heita hefndum og segir Sig-
mundur við sorgbitinn vin sinn: „Grátum eigi frændi, en munum
lengur“.
V
Það er ljóst að Þorleifur hafði tvö ákveðin markmið í huga þegar
hann var að vinna að lengri endurgerðinni og þeirri þýðingarmeiri
- að koma íslenskri tungu og bókmenntum á framfæri á Skotlandi
og að fá útrás fyrir óánægju sína með því að draga upp mynd af
sjálfum sér í endurgerðinni. Fyrst varð að gæta að bókmennta-
legum og málfræðilegum forgangsatriðum - Repp stefndi að
endurgerð sem gæti fangað og haldið athygli efagjarnra skoskra
lesenda. Hann hafði þegar gert sitt ýtrasta til að tryggja að í Edin-
borg væri hópur lesenda - efagjarn eður ei - sem hefði áhuga á