Skírnir - 01.09.1991, Page 112
374
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
íslenskum bókmenntum. Hann hafði oftsinnis kynnt íslenskar
bókmenntir og goðafræði í ræðu og riti í skoska höfuðstaðnum,
auk þess sem hann hafði kennt tungumálið - tekið fjórar gíneur
fyrir tuttugu tíma námskeið;41 hann hafði útbúið rit um íslenska
málfræði, sennilega það fyrsta sinnar tegundar á ensku,42 þar sem
hann gekk í smiðju til Rasks, en gerði þó veigamiklar breytingar;
hann hafði tekið saman annað efni sem virðist vera kennsluefni
handa nemendum, þar á meðal nokkrar afar bókstaflegar þýðingar
á stuttum köflum úr Orvar-Odds sögu og Eyrbyggja sögu, auk
kafla úr Jómsvíkinga sögu og Gylfaginningu^ sem hann stytti
nokkuð og endursagði. En þegar kemur að Færeyinga sögu verður
hrifning Þorleifs á endurgerðum bersýnileg.
Þýðingar og endurgerðir á Islendingasögum voru álíka sjald-
séðar og hvítir hrafnar á Bretlandi upplýsingarinnar. Þar úði hins
vegar og grúði af endurgerðum og tilraunum til að þýða Eddu-
kvæði44; áhrif enskra þýðinga Thomas Percy biskups á íslenskum
hetjukvæðum (Five Pieces of Runic Poetry, London, 1763) og
Thomas Gray („The Fatal Sisters", „The Descent of Odin“, birt
1767) urðu til þess að undir lok átjándu aldar var í dálkum breskra
tímarita stöðugur straumur misjafnlega ólánlegra útgáfna af
íslenskum kvæðum, þar sem sjóndeildarhringurinn var ávallt
krökkur af spjótum og ríðandi valkyrjum (sérhver þeirra var
„herfileg norn“), en á jörðu niðri var hver vígvöllur „blóði
drifinn", „blóðlifrar“ á hverri brynju, hver salur „dimmur sem
gröfin" og „svartgljáandi hrafnar“ og skyldir hræfuglar „slitu“ í
sig kræsingar á „veisluborði hinna föllnu“. Andi Eddukvæðanna
heillaði oft, en náði sjaldan að blása andagift í heimakærar og
frumstæðar hermikrákur Breta. Oðru máli gegndi um sögurnar. A
seinni hluta átjándu aldar djarfar fyrst fyrir hefð í þýðingum á
íslenskum fornsögum á ensku og er þá jafnan um að ræða efni sem
41 Gjaldskrá er að finna í plaggi í Lbs MS ÍB 89a fol.
42 Lbs MS ÍB 90c fol.
43 Gögnin eru, í réttri röð, í Lbs MSS ÍB 90c, 89b, 88a, 90b fol.
44 Margaret Omberg dregur á aðgengilegan hátt saman meðferð forníslenskra
hetjukvæða í Englandi á ofanverðri átjándu öld í verki sínu Scandinavian
Themes in English Poetry, Studia Anglistica Upsaliensia 29 (Uppsala, 1976);
ítarlegri úttekt er að finna í verki Frank E. Farley, Scandinavian Themes in
English Poetry (Boston, 1903).