Skírnir - 01.09.1991, Síða 114
376
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
mörk seinni tíma (á ofanverðri átjándu öld), „orðin eitt lítilfjör-
legasta land Evrópu að völdum og pólitískum áhrifum", var (fyrir
tilstilli Stofnunar Arna Magnússonar) byrjuð að afhjúpa hinn
„óuppspunna og raunverulega mikilleik" forfeðranna. I verkum
Johns Pinkerton og Sir Walters Scott, meðal annarra, greindi Repp
og studdi við bakið á vísi að sambærilegri hefð á Bretlandi og
leitaðist við að leggja sitt af mörkum - með kennslu, með því að
þýða íslensku fornsögurnar á latínu og með litríkum endurgerðum
íslenskra texta á ensku.
Sir Walter Scott hafði áreiðanlega mest áhrif á endurgerð Þor-
leifs á Fœreyinga sögu. Osjaldan er minnst á „höfund Waverley" í
óbirtum ritsmíðum Þorleifs, allt frá Kaupmannahafnardögum
málvísindamannsins unga, eins og þegar hann kaus að telja upp
fjórtán skáldsögur eftir „Sir Valter Skott“ á baksíðu uppkasts að
verðlaunaritgerð frá 1823 um fagurfræði háskólans.48 Það kann að
vera fullkomlega viðeigandi tákn um hrifningu skoska
rithöfundarins á íslenskum textum og ítök hans í hugmyndaheimi
Repps að á baksíðu minnisbókar49 þar sem Þorleifur skráði
ítarlegar upplýsingar um nálægt tvö hundruð íslensk handrit í eigu
Advocates-bókasafnsins er mynd af nýreistu minnismerki um
Scott í Princes-stræti í Edinborg. Scott kom oft (reyndar ekki eins
oft og áður) á Advocates-bókasafnið á árunum frá 1826 og þangað
til hann lést 1832, svo Þorleifur hlýtur að hafa kynnst honum
persónulega. Ekki má gleyma því að Grímur Thorkelín hafði falið
Repp, að tillögu Finns Magnússonar,50 að afhenda Scott sérstakt
gjafaeintak af útgáfu Stofnunar Arna Magnússonar á Laxdœla sögu
frá 1826 ásamt latneskri þýðingu eftir Repp (með sömu
bókasendingu frá Kaupmannahöfn kom eintak Þorleifs af fyrsta
árgangi Skírnis (1827), en þá var nýbúið að breyta nafni tímaritsins
úr Sagnablöð).51 Þorleifi var vel kunnugt um áhuga Scotts á
48 Lbs MS ÍB 480 4vo.
49 Lbs MS JS 312 8vo; líklegafrá 1833-34.
50 Bréf frá Finni Magnússyni til Repps, dagsett 31. maí 1827, Þjóðskjalasafn,
Einkaskjöl E 182.
51 Finnur Magnússon til Þorleifs, sama heimild. Það kemur glöggt fram í bréfum
frá Rasmusi Rask, Finni Magnússyni og C.C. Rafni til Þorleifs (á Þjóð-
skjalasafni, Einkaskjöl E 182) að Islendingurinn fékk Skírni reglulega til
Edinborgar og fylgdist þannig með nýjustu fréttum, útgáfu nýrra bóka og