Skírnir - 01.09.1991, Side 115
SKÍRNIR
SKARLATSBÚINN VÆRINGI
377
norrænum efnum: skáldið hafði samviskusamlega safnað útgáfum
Stofnunar Árna Magnússonar á íslendingasögunum í Abbotsford52
á tímum þegar sérlega erfitt var að komast yfir þær á Bretlandi.
Eina þeirra hafði hann notað 1812 þegar hann bjó til leikgerð eftir
Gunnlaugs sögu ormstungu fyrir Konunglega leikhúsið í Edinborg
í samvinnu við Islandsfrömuðinn Sir George Mackenzie (leikritið,
kallað Helga, varð óþarflega fjarstæðukennt og væmið, kolféll að
vonum, púað niður, ekki síst vegna þess að það dró að sér fjand-
samlega áhorfendur úr röðum andstæðinga Sir Georges á sviði þá
umdeildra jarðvísinda).53 Scott nýtti sér annað rit frá Stofnun Árna
Magnússonar þegar hann vann að útdrætti á Eyrbyggja sögu5i sem
var aðalframlag íslenskra bókmennta til hins vel metna safnrits
Roberts Jamieson, Illustrations of Northern Antiquities from the
earlier Teutonic and Scandinavian romances55, útgefið í Edinborg
1814 - hann hafði hugsað sér að nota Hervarar sögu en féll frá því
vegna þess að hún var þegar orðin svo kunn í þýddri og endur-
sagðri gerð hans, kvæðinu sem þekkt varð undir heitinu „The
Waking of Angantyr“ og naut mikillar hylli.56 Og í hinu örlaga-
þrungna kvæði sínu Harold the Dauntless og hinni litríku skáld-
sögu, The Pirate, sem gerist á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum,
ritstjórnarslúðri frá Kaupraannahöfn. Sjá til dæmis bréf Rasks til Repps 20.
september 1827: „Það stóð til að prenta Sagnablöð með gotnesku letri, en þar
sem þá var nýlega búið að kjósa mig forseta kom ég því til leiðar að ritið var
prentað með 8vo rómversku letri og fékk nafnið Skírnir“. Á meðal þeirra örfáu
heiðurslima í Hinu íslenska bókmenntafélagi sem staðsettir voru á Bretlandi á
þessum tíma má nefna íslandskönnuðina Sir George Mackenzie og Ebenezer
Henderson.
52 P.R. Lieder, „Scott and Scandinavian literature“, Smith College Studies in
Modern Languages, 2 (1920), bls. 8-57, á 10—11; svo hlálega vill til að
gjafaeintakið af Laxdœlu Repps virðist ekki hafa hafnað í Abbotsford.
53 Sjá nánar grein Andrews Wawn, „Gunnlaugs saga ormstungu and the Theatre
Royal Edinburgh: melodrama, mineralogy and Sir George Mackenzie",
Scandinavica, 21 (1982), 139-51.
54 Sjá Kirsten Wolf og Julian M. D’Arcy, „Sir Walter Scott og Eyrbyggja“, Skírnir
162 (1988), 256-72, mikilsvert endurmat, en á köflum óþarflega gagnrýnið.
55 Sýnisbók norrœnna fombókmennta allt frá eldri germönsku og skandínavísku
sögunum.
56 E. H. Harvey-Wood, Letters to an antiquary: The literary correspondence of G.
J. Thorkelin (1752-1829). Óprentuð doktorsritgerð, University of Edinburgh
1972, II. bindi, 467-8.