Skírnir - 01.09.1991, Page 116
378
ANDREW WAWN
SKÍRNIR
hafði Scott varpað gagnrýnu ljósi á það sem hann taldi tælandi
gildismat en reyndist vera óþroskað og jafnvel hættulegt þegar öll
kurl komu til grafar.57
I óprentaðri ritgerð skrifar Repp af innsæi um afstöðu Scotts til
norrænna fornbókmennta:
ætlan þessa merka snillings var auðvitað [...] að nota þær [íslenskar
fornsögur] í eigin þágu, því það var á grunni þessarar þekkingar sem hinn
lærði herram. mótaði og skapaði þann hugmyndaheim sem lesendur hans
heillast af; en honum datt sjaldan í hug að nota skandinavískar heimildir
hráar, án þess útflúrs sem magnað hugarflug hans gæddi þær svo ríkulega
eða þess skrauts sem ritsnilld hans ól af sér af svo mikilli smekkvísi og
nærgætni - þótt hann væri fæddur verndari norrænna lista og bókmennta
var það ekki í honum að láta sér nægja hlutverk varðmanns [...] einmitt
þessar lýsingar snillingsins rómaða hlutu að vekja áhuga margra á nánari
kynnum af þeim frumgerðum sem áttu þátt í að gera svo prýðilegar sögur
mögulegar, og á að sjá þessa sérstöku lýsingu á málum og mönnum í
eiginhandarritum tímabils sem ber sjálfu sér gott vitni með göfugum
tilfinningum, þróttmikilli hugsun og framsetningu og að sumu leyti jafnvel
með fáguðum smekk og lærdómi.58
Þorleifur hlýtur að hafa staðið í þeirri trú að viðleitni hans í Kaup-
mannahöfn og Edinborg við að koma lesendum og nemum í nánari
kynni við þessar frumgerðir jafnaðist í heild sinni á við framlag
Scotts: Laxdœla á latínu, áætlunin um að gefa út þýðingu á Heims-
kringlu, málfræðin - og svo kann að vera að endursagnir á köflum
úr íslenskum fornsögum hafi verið ætlaðar íslenskunemum,
hugsanlega til tilbreytingar frá málfræðiæfingunum, og Repp hafi
síðan ætlað sér að gefa slíkar endursagnir út í tímariti í Edinborg, á
sama hátt og endursögnina (á dönsku) á þeim köflum Ólafs sögu
Tryggvasonar þar sem Sigmundur Brestisson kemur við sögu - sú
endursögn var birt í Dansk Minerva í Kaupmannahöfn áður en
hann kom fyrst til Bretlands.59
57 Sjá Andrew Wawn, „Shrieks at the stones: the Vikings, the Orkneys and the
Scottish Enlightenment“, Proceedings of the Eleventh Viking Congress,
Caithness and Orkney 1989 (Væntanlegt 1992).
58 Skjal í Lbs MS ÍB 90c fol.
59 „Fortælling om Thrand og Sigmund Brestisson: et afsnit af Olav Tryggveson’s
Historie, oversat af Repp“, Dansk Minerva, (maí, júní, 1819), bls. 385-453,
525-59.